
Glaðir lögreglumennMyndin tengist fréttinni óbeint
Mynd: Reykjavíkurborg
Hraðbankinum sem stolið var í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst fannst í gær og voru peningar enn í honum óhreyfðir. Að sögn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur rannsókn málsins verið í forgangi frá upphafi.
Karlmaður á fimmtugsaldri er nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. Lögreglan mun ekki sækja um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konu á fertugsaldri, sem einnig var í haldi, og lýkur því varðhaldi hennar í dag.
Lögreglan segir að ekki verði veittar frekari upplýsingar um rannsóknina að svo stöddu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment