1
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

2
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

3
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

4
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi samlanda sinna

5
Menning

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu

6
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

7
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

8
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

9
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

10
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Til baka

Um 9.000 mættu á Þjóð gegn þjóðarmorði

Röð málfunda byrja í september

Þjóð gegn Þjóðarmorði
Þjóð gegn þjóðarmorðiUm 9.000 manns mætti á fjöldafundina víða um land
Mynd: Víkingur

Um 9.000 manns komu saman á fjöldafundum víða um land laugardaginn 6. september til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og mótmæla því sem skipuleggjendur kalla stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og þjóðarmorð Ísraels í Palestínu.

Fundirnir, sem haldnir voru í Reykjavík, Stykkishólmi, Ísafirði, Hólmavík, Húsavík, Akureyri og á Egilsstöðum, voru liður í aðgerðinni Þjóð gegn þjóðarmorði, sem skipulögð var af Breiðfylkingunni og samráðsvettvangnum Samstaða með Palestínu.

Samkvæmt skipuleggjendum tókst að virkja samstöðu 185 ólíkra félaga, hópa og stofnana á örfáum dögum. Í fréttatilkynningu þakka þeir sérstaklega þeim sem stóðu fyrir fundunum utan höfuðborgarsvæðisins.

Á Austurvelli í Reykjavík fluttu ræðumenn ákall til stjórnvalda um aðgerðir.

„Í dag heimtar þjóðin alvöru aðgerðir af hálfu íslenskra stjórnvalda. Ekki fleiri orð sem lýsa áhyggjum, hneykslan eða uppgjöf. Við krefjumst aðgerða sem bíta og láta þá seku sæta ábyrgð,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ.

Fida Abu Libdeh, frumkvöðull, lagði áherslu á mannúðaraðstoð og ábyrgð Ísraels:

„Við verðum að krefjast þess að mannúðaraðstoð fái að berast. Að hungrið verði stöðvað. Að hernáminu verði lokið. Að Ísrael verði dregið til ábyrgðar fyrir þessi brot.“

Skipuleggjendur segjast fagna viðbrögðum stjórnvalda en telja þau ekki í samræmi við alvarleika aðstæðna.

Röð málfunda fram undan

Samstaða með Palestínu tilkynnti jafnframt um áframhaldandi aðgerðir en framundan er röð málfunda. Fyrsti málfundurinn verður fimmtudaginn 18. september kl. 17.30 á Listasafni Reykjavíkur. Þar munu Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, og Baldur Þórhallsson, prófessor, halda erindi og ræða við fundargesti. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mun stýra fundinum.

Í tilkynningunni eru einnig vitnað í orð Steinunnar Þórðardóttur, formanns Læknafélags Íslands, sem segir atlöguna að heilbrigðisstarfsfólki á Gaza „ógna ekki eingöngu íbúum Gaza heldur heiminum öllum“.

Þá er einnig vitnað í Matthildi Bjarnadóttur, prests, sem flutti skilaboð á fjöldafundinum: „Stundum er það stórhættulegt að elska, gerðu það samt. Finndu þínar leiðir til þess að senda afleggjara ástar inn í framtíðina.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Breskur fangi gaf sig fram eftir að hafa verið sleppt fyrir mistök
Heimur

Breskur fangi gaf sig fram eftir að hafa verið sleppt fyrir mistök

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu
Myndband
Menning

Spurning Guðrúnar „fyrir neðan virðingu“ Kolfinnu

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið
Einkaviðtal
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York
Fólk

Íslenskur þingmaður tvífari nýkjörins borgarstjóra New York

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi
Heimur

Morðingi CSI leikkonu dæmdur í fangelsi

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“
Myndband
Heimur

„Við höfum skoðað upptökur úr öryggismyndavélum“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“
Fólk

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar“

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

Aka of oft með of háan farm
Myndband
Innlent

Aka of oft með of háan farm

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið
Einkaviðtal
Innlent

Lýsir erfiðri baráttu sinni við íslenska heilbrigðiskerfið

Tomasz Bereza hvetur heilbrigðiskerfið til að virða rétt fólks til að fá viðeigandi meðferð og segir reynslu sína dæmi um það hvernig kerfið getur brugðist þeim sem það á að þjóna.
Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba
Innlent

Fíkniefnamisferli kom þremur í bobba

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?
Innlent

Á að víkja Sigríði Björk úr embætti?

Býst við miklu sjónarspili í kvöld
Innlent

Býst við miklu sjónarspili í kvöld

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar
Innlent

Óskar eftir frekari rannsókn á dularfullu andláti systur sinnar

Aka of oft með of háan farm
Myndband
Innlent

Aka of oft með of háan farm

Loka auglýsingu