1
Heimur

Þrettán ára stúlka lést eftir fall í yfirgefnu hóteli á Tenerife

2
Pólitík

Segir Samfylkingarfólk hvatt til að níða skóinn af skólameistara

3
Innlent

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu

4
Fólk

Lúxushús í Kópavogi sett á sölulista

5
Innlent

Villi Vill segir Landsréttardómara ómarktækan

6
Minning

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá

7
Innlent

Flutti inn gommu af oxy og sterum

8
Heimur

Las upp súrsæt skilaboð frá Diane Keaton áður en hún lést

9
Innlent

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar

10
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi

Til baka

Ummæli Stefáns Einars koma starfsfólki fæðingardeildar í opna skjöldu

Stefán Einar Stefánsson, spjallþáttastjórnandi Morgunblaðsins, lýsti meintu ófremdarástandi vegna múslima á fæðingardeild Landspítalans.

Stefán Einar Stefánsson
Stefán Einar StefánssonFréttamaður Morgunblaðsins kom í hlaðvarp Sölva Tryggvasonar og ræddi innflytjendur.
Mynd: Skjáskot / mbl.is

Stefán Einar Stefánsson, fréttamaður og þáttastjórnandi Spursmáls, ræddi um innflytjendamál við Sölva Tryggvason í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva.

Í viðtalinu fjallaði Stefán Einar um meinta framgöngu múslima í íslensku samfélagi. Þar hélt Stefán Einar því fram að á fæðingardeild Landspítalans væri „standandi vandamál“ vegna kvenfyrirlitningar og yfirgangi frá hópi karlmanna. „Gríðarlega ljót framkoma gagnvart starfsfólki og mjög ljót framkoma gagnvart konunum með nýfædd börn, vegna þess að þetta eru hópar manna sem fyrirlíta konur,“ sagði Stefán Einar í myndbandsbroti sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fjallað var um frásagnir Stefáns Einars af fæðingardeildinni á fréttavef DV og Nútímans.

Stefán Einar hélt því fram að ekki væri rætt um málin, vegna ótta starsfólks. „Þetta er veruleikinn, en heilbrigðisstarfsfólkið myndi aldrei mæta í svona viðtal og ræða opinskátt um það. Það ætlar ekki að lenda í þessum hnífamönnum eða þessum yfirgangsseggjum, sem telja að þeir geta komið hér eins og fínir menn og vaðið yfir samfélagið á skítugum skónum.“

Kannast ekki við sögur Stefáns

„Þessi ummæli komu starfsfólki kvennadeildar sem ég hef rætt við í opna skjöldu. Þau kannast ekki við þessar lýsingar,“ segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, í svari við fyrirspurn Mannlífs um hvort frásögn Stefáns Einars samsvari reynslu starfsfólksins.

„Fæðing er stórviðburður í lífi fjölskyldna og oft fylgja áhyggjur, streita og þreyta hjá aðstandendum þó að oftast sé ríkjandi tilfinningin gleði. Starfsfólk deildarinnar þarf stöku sinnum að leiðbeina aðstandendum fæðandi kvenna við að hemja tilfinningar sínar og hefur til þess ýmsar leiðir og er því yfirleitt vel tekið. Þetta á jafnt við um aðstandendur af báðum kynjum og er óháð trú og uppruna. Afar sjaldgæft er að aðstandendur sýni hegðun sem telja má ógnandi og ekki hefur verið tekið eftir aukningu á slíkum tilvikum,“ segir Hulda.

Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur hefur rannsakað sérstaklega uppgang hægri öfgafólks, þjóðernispopúlisma og samsæriskenning í Evrópu.

„Ég veit ekki í hvað hann er að vísa nákvæmlega en það er hins vegar alveg klassískt að lýsa innflytjendum sem framandi verum sem aðhyllast síður gildi landsins sem þeir koma til og séu einhvern vegin ógn við frið og stöðugleika,“ segir Eiríkur Bergmann í samtali við Mannlíf.

Stefán Einar Stefánsson og Sölvi Tryggvason ræddu um meintan kynþáttahatur múslima gegn hvítum Íslendingum og tóku fyrir dæmi bæði í Breiðarholtskóla og á Kvennadeild Landspítalans.

„Við höfum séð að það er mjög gjarnan alið á ótta í garð útlendinga og innflytjenda í vestrænum samfélögum og þetta er að koma hingað með sama hætti og alls annars staðar,“ segir Eiríkur. Hann lýsir hvernig lítil atvik eru gerð að stórum málum og verða vopn í höndum fólks með fordóma. „Árekstrarnir eru blásnir upp og oft er reykur sem verður að miklum eldi,“ segir Eiríkur og heldur síðan áfram. „Í vestrænum samfélögum er þetta oft blásið upp úr öllu valdi og mjög margt tekið úr samhengi við raunveruleikann.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna
Innlent

Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar
Innlent

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri
Innlent

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá
Minning

Jóhanna Bára Sigurðardóttir er fallin frá

11 látnir eftir skotárás á gistiheimili
Heimur

11 látnir eftir skotárás á gistiheimili

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu
Innlent

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu

Erlendur karlmaður dæmdur fyrir falsað dvalarleyfi
Innlent

Erlendur karlmaður dæmdur fyrir falsað dvalarleyfi

Lögreglan fjarlægði einstakling af heimili
Innlent

Lögreglan fjarlægði einstakling af heimili

Stefán Jón segir afgreiðsla EBU um Ísrael „ófullnægjandi“
Innlent

Stefán Jón segir afgreiðsla EBU um Ísrael „ófullnægjandi“

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik
Myndband
Heimur

Kýldi mótherja í andlitið í miðjum leik

Las upp súrsæt skilaboð frá Diane Keaton áður en hún lést
Heimur

Las upp súrsæt skilaboð frá Diane Keaton áður en hún lést

Innlent

Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna
Innlent

Þrír handteknir í miðbæ Reykjavíkur vegna vopna

Erlendur karlmaður dæmdur fyrir falsað dvalarleyfi
Innlent

Erlendur karlmaður dæmdur fyrir falsað dvalarleyfi

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi
Innlent

Karlmaður handtekinn vegna andlátsins í Kópavogi

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar
Innlent

Ugla Stefanía hrósar brandara Sigfúsar

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri
Innlent

Maður ákærður fyrir peningaþvætti á Akureyri

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu
Innlent

Selfyssingur segir keníska eiginkonu sína vera vændiskonu

Loka auglýsingu