1
Innlent

Hinn látni var með framheilabilun

2
Innlent

Jarðskjálfti varð undir húsi í Grindavík

3
Menning

Útlitið nokkuð svart hjá VÆB

4
Innlent

Fimm handteknir vegna andláts

5
Innlent

Lögreglan leitar að Jakup

6
Menning

Fíkniefni sögð mögulega spila hlutverk í andláti poppstjörnu

7
Fólk

Silfurrefurinn kveður

8
Peningar

Jón Ásgeir aftur tengdur fjölmiðlarekstri

9
Heimur

Grænlenski „sonur Trumps“

10
Innlent

Gunnar Smári boðar til skyndifundar

Til baka

Uppgjör Sósíalista: Sanna stendur með Gunnari Smára

Þrír formenn stjórna Sósíalistaflokksins taka afstöðu með Gunnari Smára Egilssyni.

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi
Sanna Magdalena MörtudóttirSá kjörni fulltrúi Sósíalista sem náð hefur lengst stendur með formanni framkvæmdastjórnar andspænis gagnrýni.

Þrír formenn stjórna Sósíalistaflokksins hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hafna almennri gagnrýni formanns Ungra Sósíalista, Karls Héðins Kristjánssonar, sem jafnframt sagði sig úr kosningastjórn Sósíalista.

Karl Héðinn, sem er fræðslu- og félagsmálafulltrúi hjá Eflingu, sakar Gunnar Smára Egilsson, formann framkvæmdastjórnar Sósíalista, um launaþjófnað við vinnu Karls fyrir fjölmiðilinn Samstöðina, sem rekinn er í húsnæði Sósíalista og að hluta með fjárframlögum flokksins.

Formennirnir þrír benda á að almenn ánægja hefði mælst meðal félagsmanna í könnun til þeirra nýverið. Þá hafi óánægja sú, sem birtist að sögn Karls Héðins á vinnufundi Sósíalista, verið takmörkuð út frá því að einungis 1,5% félagsmanna hafi sótt fundinn.

Meðal formannanna er Sanna Magdalena Mörtudóttir, ein af tveimur kjörnu fulltrúum Sósíalistaflokksins, en hún er borgarfulltrúi.

„Almenn ánægja þeirra 15% félaga sem svöruðu var yfir 90% í öllum spurningum nema um niðurstöður kosninganna“
Þrír formenn stjórna Sósíalistaflokks Íslands

„Sósíalistaflokkurinn sendi nýverið út könnun meðal félaga um ánægju þeirra með flokksstarfið, stefnuna og þau áhrif sem flokkurinn hefur haft á samfélagsumræðu sl. ár. Almenn ánægja þeirra 15% félaga sem svöruðu var yfir 90% í öllum spurningum nema um niðurstöður kosninganna,“ segir í yfirlýsingu formannanna.

Ýmiss konar óánægja birtist þó á spjallsvæði Sósíalista á Facebook í dag og í kvöld. Þar er kvartað undan því að skyndifundi, sem Gunnar Smári boðaði klukkan 18 í dag, hafi ekki verið streymt til félagsmanna á landsbyggðinni. Einn þeirra sem lýsir óánægju sinni er fyrrverandi borgarfulltrúinn Trausti Breiðfjörð Magnússon, sem segir að fyrrgreind könnun sem formenn vitna til hafi verið meingölluð.

Karl Héðinn bar Gunnar Smára margvíslegum sökum í opinberu bréfi og kvaðst ekki vera einn um upplifunina, þrátt fyrir mikilsvert framlag til uppbyggingar flokksins og Samstöðvarinnra. „Því miður hef ég í staðinn upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot formanns framkvæmdastjórnar, Gunnars Smára Egilssonar. Þeir sem verja hann hvað sem á dynur hafa tekið þátt í þeirri útskúfun – jafnvel á meðan þeir segjast styðja þolendur og berjast gegn ofbeldi. Ég er ekki einn um þessa upplifun og veit því miður um þó nokkur dæmi þar sem öflugir félagar fælast frá starfi vegna sambærilegra upplifanna.“

Undir þetta tekur Trausti Breiðfjörð í færslu á Facebook í dag. „Ég veit að fleiri hafa svipaða sögu að segja, og mér hefur sárnað að sjá þá meðvirkni sem sumir hafa sýnt með þessari framkomu, og jafnvel tekið þátt í henni. Fólk sem ég hafði alltaf talið að væri gott og samviskusamt. Ég vona að þetta verði til þess að nýir tímar séu í vændum innan flokksins, þar sem grasrótin verður virkjuð og völdin verða í hennar höndum, en ekki fámennrar klíku.“

Trausti Breiðfjörð Magnússon
Trausti BreiðfjörðFyrrverandi borgarfulltrúi sem sagði af sér vegna heilsubrests síðasta haust tekur afstöðu gegn formanni framkvæmdastjórnar.
Mynd: Sósíalistaflokkurinn
Gunnar Smári Egilsson
Gunnar SmáriFélagsmenn Sósíalistaflokksins hafa í kvöld rifjað upp feril Gunnars Smára í viðskiptum.
Mynd: Sósíalistaflokkurinn

Samstöðin, sem Karl Héðinn starfaði fyrir, er rekin í höfuðstöðvum Sósíalistaflokksins í Bolholti í Reykjavík. Samkvæmt ársreikningi Sósíalistaflokksins veitti flokkurinn Samstöðinni 15 milljóna króna lán árið 2023. Megnið af því kemur úr ríkissjóði sem framlag til stjórnmálaflokks. Af tekjum 30 milljóna króna tekjum flokksins 2023 fengust 24,5 milljónir króna úr ríkissjóði.

Eftirfarandi er tilkynning formanna stjórna Sósíalistaflokksins til flokksmanna sem birt er á Facbook.

Tilkynning frá formönnum stjórna Sósíalistaflokksins:

Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins sl. helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“

Sósíalistaflokkurinn sendi nýverið út könnun meðal félaga um ánægju þeirra með flokksstarfið, stefnuna og þau áhrif sem flokkurinn hefur haft á samfélagsumræðu sl. ár. Almenn ánægja þeirra 15% félaga sem svöruðu var yfir 90% í öllum spurningum nema um niðurstöður kosninganna. Vinnufundur kosningarstjórnar, sem Karl Héðinn vísar til, sátu 1,5% félaga.

Niðurstöður félagskönnunarinnar sýna því að almenn ánægja ríkir um starf Sósíalistaflokksins og endurspegla engan veginn vantraust á formann framkvæmdastjórnar, Gunnar Smára Egilsson.

Sósíalistaflokkur Íslands er breiðfylking fólks sem byggir á grasrótarstarfi og lýðræðislegum vinnubrögðum sem hægt er að kynna sér á sosialistaflokkurinn.is

Sara Stef. Hildardóttir, varaformaður framkvæmdastjórnar

María Pétursdóttir, formaður málefnastjórnar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður kosningastjórnar


Komment


Hundur í athvarfinu The Animal Haven
Heimur

Hundur réðst á sjálfboðaliða í athvarfi

Trump Musk tesla
Heimur

Trump í Teslunni með miða frá Musk

Heradsdomur-sudurlands
Innlent

Einn úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald

Jón Ásgeir Jóhannesson
Peningar

Jón Ásgeir aftur tengdur fjölmiðlarekstri

Bónus
Peningar

Verðlag hækkar í Bónus um 1,8% frá desember

Gunnar Smári Egilsson
Innlent

Gunnar Smári boðar til skyndifundar