
Uppsagnir eru fyrirhugaðar í Landaskotskóla í Reykjavík og er reksturinn í hættu ef marka má bréf forsvarsmanna skólans til Reykjavíkurborgar en mbl.is greinir frá þessu.
Samkvæmt bréfinu fær skólinn 100 milljónum krónum minna en sambærilegir skólar sem eru í rekstri hjá Reykjavíkurborg en í lögum er gert ráð fyrir að borgin, og önnur sveitarfélög, veiti skólum í einkarekstri fjárframlög sem nemur 70 til 75 prósentum af meðaltalsrekstrarkostnaði á hvern nemanda. Telja forsvarsmenn skólans þetta vera mismunun af hálfu borgarinnar.
Sex sjálfstætt starfandi skólar eru í höfuðborginni og er Landakotsskóli einn þeirra.
Heiða Björg Hilmisdóttir hefur boðað forsvarsmenn skólans á fund sinn í dag þar sem framtíð skólans verður rædd.
Komment