1
Heimur

Kona alvarlega slösuð eftir fall af brú á Tenerife

2
Innlent

Ótrúlegt atvik náðist á myndband við Spöngina

3
Minning

Séra Flosi Magnússon er fallinn frá

4
Innlent

Fluttur á bráðamóttöku eftir slys í Grafarvogi

5
Heimur

Fimm úr tálbeituhópi dæmdir fyrir alvarlega líkamsárás

6
Peningar

ELKO hefur lánastarfsemi

7
Innlent

Einn slasaður eftir að grýlukerti féll á höfuð hans

8
Innlent

Ljóshærð kona dæmd fyrir rangar sakagiftir

9
Minning

Erna María Ragnarsdóttir er látin

10
Heimur

Áttræð kona sem skemmtiferðaskip skildi eftir á eyju fannst látin

Til baka

Vændisbrotum fjölgar verulega milli ára

Kynferðisbrotum hefur fjölgað um 7% á fyrstu níu mánuðum ársins

Lögreglan
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Tilkynningum til lögreglu um kynferðisbrot hefur fjölgað um 7% á fyrstu níu mánuðum ársins 2025 miðað við meðaltal síðustu þriggja ára, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Sérstaklega vekur athygli að vændisbrotum hefur fjölgað verulega, eða úr 15 að meðaltali síðustu ár í 35 mál á tímabilinu.

Í skýrslunni kemur fram að alls hafi 459 kynferðisbrot verið tilkynnt til lögreglu frá janúar til september, sem jafngildir um 50 málum á mánuði. Flest brot voru tilkynnt í ágúst, eða 63 talsins. Tilkynningum um kynferðisbrot fækkaði tímabundið þegar heimsfaraldur kórónuveiru stóð sem hæst, en hefur aukist á ný undanfarin ár.

Af þeim brotum sem framin voru á árinu og þegar hafa verið tilkynnt, eru 156 nauðganir, 94 kynferðisbrot gegn börnum, 95 tilfelli kynferðislegrar áreitni eða stafrænna brota og 29 blygðunarsemisbrot. Þá voru 35 vændisbrot skráð á tímabilinu, brot sem eru yfirleitt uppgötvuð við frumkvæðisvinnu lögreglunnar.

Flestir gerendur karlar – þolendur yfirleitt ungar konur

Samkvæmt skýrslunni voru 94% grunaðra í kynferðisbrotamálum karlar, og tæplega 30% þeirra undir 25 ára aldri. Hvað nauðganir varðar var rúmur þriðjungur gerenda yngri en 25 ára. Þolendur voru í 86% tilvika konur og tveir af hverjum þremur undir 25 ára aldri. Næstum helmingur þolenda, eða 47%, var undir 18 ára aldri.

Kynferðisbrot um helgar óbreytt – færri nauðganir í sumar

Í sumar voru 64 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu sem áttu sér stað um helgar, svipaður fjöldi og síðustu tvö ár. Nauðgunum um helgar fækkaði þó, 17 voru skráðar í ár samanborið við 22 árið á undan. Sjö brot tengdust kaupum á vændi, en þau voru 10 í fyrra og ekkert sumarið 2022.

Um 67% brotanna voru tilkynnt á höfuðborgarsvæðinu, en 33% á landsbyggðinni, sem er svipuð dreifing og áður.

Upplýsingar um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu má finna á ofbeldisgátt Neyðarlínunnar, 112.is, þar sem einnig er hægt að tilkynna brot og fá upplýsingar um úrræði vegna kynferðisofbeldis.

Heildarskýrsluna má nálgast á vef lögreglunnar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

Maðurinn hefur ekki enn flutt í íbúðina sem honum var úthlutað
Reykvíkingur bjó til rými undir húsi til að rækta kannabis
Innlent

Reykvíkingur bjó til rými undir húsi til að rækta kannabis

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

Einstök Vesturbæjarperla til sölu
Myndir
Fólk

Einstök Vesturbæjarperla til sölu

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía
Heimur

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum
Heimur

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð
Innlent

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð

Hið illa Keisaraveldi hjálpaði til við snjómokstur
Fólk

Hið illa Keisaraveldi hjálpaði til við snjómokstur

„Enginn nennir lengur að drekka með mér og hlusta á gamlar lygasögur af lífinu til sjós“
Fólk

„Enginn nennir lengur að drekka með mér og hlusta á gamlar lygasögur af lífinu til sjós“

Bílastjórar á Buggy bílum sköpuðu hættu
Innlent

Bílastjórar á Buggy bílum sköpuðu hættu

Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

Maðurinn hefur ekki enn flutt í íbúðina sem honum var úthlutað
Bílastjórar á Buggy bílum sköpuðu hættu
Innlent

Bílastjórar á Buggy bílum sköpuðu hættu

Reykvíkingur bjó til rými undir húsi til að rækta kannabis
Innlent

Reykvíkingur bjó til rými undir húsi til að rækta kannabis

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð
Innlent

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð

Vændisbrotum fjölgar verulega milli ára
Innlent

Vændisbrotum fjölgar verulega milli ára

Loka auglýsingu