
Varalesari hefur greint hvað Andrés prins sagði við Vilhjálm krónprins eftir útför hertogaynjunnar af Kent, samtal sem á að hafa gert prinsinn af Wales „ævareiðan“.
Jórvíkurhertoginn, 65 ára, og fyrrverandi eiginkona hans, Sarah Ferguson, vöktu mikla athygli með óvæntri nærveru sinni í Westminster Abbey á þriðjudag, og mátti greina viðbrögð úr hópi áhorfenda.
Á meðan aðrir háttsettir meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar héldu alvörusvip, sást Andrés á myndskeiðum brosa og glotta, framkoma sem á að hafa farið í taugarnar á Vilhjálmi krónprinsi.
Myndband af því þegar Andrés reynir ítrekað að hefja samræður við frænda sinn eftir athöfnina hefur farið víða á samfélagsmiðlum og vakið forvitni um hvað var í raun sagt.
Á upptökunni sést Andrés reyna hvað eftir annað að ná tali af Vilhjálmi, jafnvel brosandi út í annað eftir ummæli sín, að sögn Express. Vilhjálmur prins tók þó ekki undir og hunsaði föðurbróður sinn.
Varalesarinn Jeremy Freeman hefur nú greint hvað Andrés sagði í þessu stutta einkasamtali. Samkvæmt honum átti Jórvíkurhertoginn að hafa sagt: „… við áttum svo yndislegan tíma í þá daga, ekki satt… ég man vel eftir þeim dögum.“
Konunglegi ævisöguritarinn Andrew Lownie sagði við Mirror að Vilhjálmur prins hafi orðið „ævareiður“ yfir að hafa verið verið þvingaður af föðurbróður sínum í samtal við svo hátíðlegt tilefni.
„Hann hefur lagt mikla áherslu á að halda sig í burtu frá föðurbróður sínum og ekki láta mynda sig með honum,“ sagði Lownie. „Hann telur að faðir hans hafi ekki sýnt nægilega hörku í garð Andrésar og að Andrés og Sarah Ferguson, hafi gert mikið til að grafa undan góðu starfi annarra í fjölskyldunni.“
Jórvíkurhertoginn hefur sætt ásökunum um kynferðisofbeldi af hálfu Virginíu Giuffre, eins þekktasta fórnarlambs barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Andrés, sem er tveggja barna faðir, hefur harðlega neitað þeim ásökunum, og meðal annars sagt ljósmynd af þeim saman vera falsaða.
Karl konungur var meðal fjölskyldumeðlima sem sóttu hina tilfinningaþrungnu útför hertogaynjunnar af Kent þann 16. september.
Kirkjan var troðfull af fólki við messuna í Westminster-dómkirkjunni, sem er fyrsta kaþólska útför bresks konungsfjölskyldumeðlims í nútímasögu.
Sérstök kveðja frá páfanum var flutt við athöfnina, þar sem hertogaynjunni var hrósað fyrir „einlæga umhyggju fyrir viðkvæmu fólki“.
Skilaboð Leós XIV páfa voru flutt safnaðinum af Miguel Maury Buendía erkibiskupi, fulltrúa Vatíkansins í Bretlandi, sem lagði áherslu á „arfleifð kristilegrar gæsku“ hertogaynjunnar.
Hertogaynjunni, sem var trúrækinn kaþólikki, komst í sögubækurnar með því að verða fyrsti meðlimur konungsfjölskyldunnar í meira en 300 ár sem gengur til liðs við kaþólsku kirkjuna, þegar hún gerðist kaþólikki árið 1994. Hún hafði óskað eftir því að útför hennar færi fram í Westminster-dómkirkju.
Komment