1
Heimur

Sænska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna konu sem hvarf annan í jólum

2
Peningar

Margfaldur Íslandsmeistari mokar inn seðlum

3
Innlent

Húsfyllir á hátíðarkvöldverði No Borders

4
Peningar

Tveir asnar boða til fundar

5
Innlent

„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega“

6
Pólitík

Segir Snorra vilja hvíta yfirburðahyggju

7
Heimur

Stúlkan sem hvarf í Svíþjóð fannst myrt

8
Innlent

Lögreglan veit hverjir þrjótarnir eru

9
Pólitík

„Það er merkilegt hvað Miðflokkurinn ber litla virðingu fyrir eignarétti listamanna“

10
Fólk

Stærðarinnar Fossvogsgersemi á sölu

Til baka

Verkefnastjórinn Josie sofnaði undir stýri

Hefur búið á Íslandi undanfarin fjögur ár

josie anne
Josie Anne GaitensFylgjst mikið með svefninum
Mynd: Aðsend

Josie Anne Gaitens er verkefnastjóri sem starfar í listageiranum á Íslandi en hún hefur búið á Íslandi undanfarin fjögur ár en hún kemur frá Skotlandi. Hún er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sofum saman.

Í þættinum ræðir Josie um þá erfiðleika sem hún hefur glímt við varðandi svefn en hún átti lengi erfitt með að sætta sig við að hún hryti. Þá hafa fyrrum kærastar sagt við hana að hún hreinlega hætti að anda í svefni.

„Starfið mitt er mjög krefjandi og felur oft í sér mikla næturvinnu og óhefðbundinn vinnutíma,“ segir Josie meðal annars í þættinum. „Það hefur alltaf hentað mér vel. Ég gat sofið hvenær sem ég þurfti og mér fannst líka í lagi að vera vakandi nánast allan sólarhringinn. Mér fannst ég aldrei þurfa mikinn svefn. Núna geri ég mér grein fyrir því að ég svaf í raun aldrei vel út af því að ég var með kæfisvefn. Líkaminn einfaldlega aðlagaðist litlum svefni,“ en hún er 34 ára gömul og lifir heilbrigðum lífstíl að öðru leyti.

Leitaði til læknis

Í þættinum greinir Josie að hún hafi leitað til læknis vegna málsins og var meðal annars spurð hvort hún hafi sofnað undir stýri.

„Já, það hefur gerst,“ sagði verkefnastjórinn í þættinum. „Það gerðist bara einu sinni, bara í örstutta stund. En þetta sýnir bara hversu mikil áhrif þetta hefur, að þetta getur valdið því að maður sofni jafnvel í aðstæðum sem eru mjög hættulegar. Þegar ég sagði að ég hefði sofnað undir stýri breyttist allt því að þá var ég augljóslega ekki bara að setja mig í hættu heldur einnig líf annara. Þá var allt sett í gang og ég var send heim með tæki til að mæla svefninn.“

Hún heyrði þó ekkert lengi frá neinum varðandi málið eftir þetta. „Þetta var orðið eitt af þessum málum sem eru alltaf á bak við eyrað. Og auðvitað þarf maður að borga fyrir þetta á Íslandi. Ég hélt jafnvel að ég þyrfti að fara aftur í gegnum þetta og borga aftur, að niðurstöðurnar hefðu týnst. Þannig liðu mánuðirnir. Svo fékk ég símtal frá lækni. Við hittumst ekki. Og sem betur fer var hann með allar upplýsingar um mig, BMI, aldur, þyngd og fleira. Þessi læknir hafði áttað sig á hvað var að hrjá mig. Það var samt skrýtið að eiga þetta samtal í síma við einhvern sem gat ekki séð mig. Næsta skref hjá honum var að senda mig til háls-, nef- og eyrnalæknis.“

Sorglegt ástand

Eftir að hafa rætt við ýmsa sérfræðinga í þessum efnum mun hún notast við svefngóm og sjá hvaða áhrif það hefur á svefninn.

„Ég nota Apple Watch til að mæla lífsmörk, fylgjast með svefnstigum, hjartslætti og fleiru. Ég nota líka app sem heitir SnoreLab. Það tekur upp hljóð í svefni og mælir hversu hátt maður hrýtur. Maður getur hlustað á brot úr upptökunum, sem er frekar vandræðalegt. Ég reyni að gera það ekki. Það er mjög skrýtið að hlusta á sjálfan sig eiga svona erfitt með að anda. Mér fannst það mjög erfitt. Mér líður eins og þetta sé að gerast fyrir einhvern annan, einhvern sem ég vil hjálpa. Það er erfitt að sætta sig við það að eitthvað sem ætti að vera jafn einfalt og að anda sé ekki einfalt fyrir mig. En í alvöru, sem ung kona, þá hef ég í raun enga hugmynd um hvernig er að upplifa góðan nætursvefn. Það er mjög sorglegt.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Sextán heimsfræg sem kvöddu á árinu
Heimur

Sextán heimsfræg sem kvöddu á árinu

Kvikmyndaleikarar, söngvarar, vísindakona og tískumógúll eru meðal þeirra heimsfrægu einstaklinga sem létust árið 2025
Móðir og tvö börn létust í eldsvoða á annan í jólum
Heimur

Móðir og tvö börn létust í eldsvoða á annan í jólum

Margfaldur Íslandsmeistari mokar inn seðlum
Peningar

Margfaldur Íslandsmeistari mokar inn seðlum

Óska eftir að fólk hræði ekki dýr með flugeldum
Innlent

Óska eftir að fólk hræði ekki dýr með flugeldum

Fordómar, meint brot Gylfa Sig og spilling
Innlent

Fordómar, meint brot Gylfa Sig og spilling

„Það er merkilegt hvað Miðflokkurinn ber litla virðingu fyrir eignarétti listamanna“
Pólitík

„Það er merkilegt hvað Miðflokkurinn ber litla virðingu fyrir eignarétti listamanna“

Stúlkan sem hvarf í Svíþjóð fannst myrt
Heimur

Stúlkan sem hvarf í Svíþjóð fannst myrt

Stærðarinnar Fossvogsgersemi á sölu
Myndir
Fólk

Stærðarinnar Fossvogsgersemi á sölu

Tveir asnar boða til fundar
Peningar

Tveir asnar boða til fundar

Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er látin
Minning

Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er látin

Fólk

Verkefnastjórinn Josie sofnaði undir stýri
Fólk

Verkefnastjórinn Josie sofnaði undir stýri

Hefur búið á Íslandi undanfarin fjögur ár
Íris fagnaði áramótum á klósettinu
Fólk

Íris fagnaði áramótum á klósettinu

Stærðarinnar Fossvogsgersemi á sölu
Myndir
Fólk

Stærðarinnar Fossvogsgersemi á sölu

„Við grenjuðum úr hlátri allt kvöldið yfir þessu“
Fólk

„Við grenjuðum úr hlátri allt kvöldið yfir þessu“

Björgvin Franz var sendur til sálfræðings eftir áramótaskaup
Fólk

Björgvin Franz var sendur til sálfræðings eftir áramótaskaup

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum
Myndir
Fólk

Selja töfrandi fjölskylduhús í Árbænum

Loka auglýsingu