Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur fyrir nokkur brot en dómur þess efnis var nýlega birtur.
Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að hafa brotist inn í Púkann í Mörkinni og stolið þaðan hjóli sem kostar 700 þúsund krónur, stolið síma af manni eftir að hafa ætlað að kaupa hann af manninum, stolið 900 þúsund króna hjóli úr geymslu á Granda og haft í fórum sínum loftbyssu.
Maðurinn játaði þessi brot og önnur til. Hann á sakaferil sem nær aftur til 2009 og hefur hlotið tíu refsidóma m.a. fyrir brot á lögreglulögum og vopnalögum, fyrir hylmingu, líkamsárás, gripdeild, þjófnað, skjalafals og nytjastuld.
Hann var dæmdur í fangelsi í fjóra mánuði og er sá dómur óskilorðsbundinn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment