1
Innlent

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ

2
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

3
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

4
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

5
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

6
Innlent

Hótanir í Árbæ

7
Peningar

Nítján auðmenn á Suðurlandi sem hafa það gott

8
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

9
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

10
Innlent

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis

Til baka

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

„Mamma mín er nú aðeins skugginn af sjálfri sér“

Susan Varley
Susan VarleySusan slasaðist alvarlega í árásinni
Mynd: Donna Varley

Skelfileg myndbandsupptaka sýnir augnablikið þegar kona hellti ketli fullum af sjóðandi vatni yfir andlit ömmu, sem hlaut alvarlega brunasár.

Susan Varley, 68 ára, var á leið með fjögurra ára gömlu barnabarni sínu á leikskóla þegar nágranni hennar, Ina Priestly, 56 ára, gekk að henni og hellti sjóðandi vatninu yfir hana. Á hryllilegri upptöku úr öryggismyndavél má sjá Susan hrynja í jörðina öskrandi af sársauka á meðan Priestly gekk einfaldlega í burtu.

Susan hlaut alvarlega brunasár á hársverði, enni, vinstri kinn og eyra, sem og aftan á hálsi. Gleraugu hennar björguðu sjóninni, en barnabarnið slapp einungis vegna þess að það var með hettu á úlpunni.

Ina játaði sig seka um að hafa valdið alvarlegum líkamsmeiðingum af ásetningi fyrir Leeds Crown Court og var dæmd í tveggja ára samfélagsþjónustu. Hún þarf einnig að taka þátt í allt að 25 endurhæfingarverkefnum.

Susan, sem er frá Morley í Leeds, er enn of veik til að tjá sig, en dóttir hennar Donna, 35 ára, sagði:

„Mamma mín er nú aðeins skugginn af sjálfri sér. Hún var áður félagslynd og glaðleg en fer varla út úr húsi lengur. Hún lifir í stöðugum ótta við að verða ráðist á hana aftur, næst gæti það verið sýra eða hnífur. Hún fær enn martraðir og endurupplifanir. Hún er bæði líkamlega og andlega örkumla eftir þessa árás.“

Donna segir að Ina hafi verið nágranni móður hennar í tvo áratugi og hafi stöðugt valdið henni vandræðum:

„Hún hafði hótað henni, skemmt garðinn hennar, lagt nagla á innkeyrsluna svo dekkin á bílunum hennar sprungu. Hún var ill við hana án nokkurrar ástæðu. Mamma mín kvartaði ítrekað til sveitarfélagsins en var alltaf sagt að tilkynna málið áfram í kerfinu.“

Susan var flutt á bráðadeild Leeds General Infirmary og síðar á Pinderfields-sjúkrahúsið í Wakefield, þar sem hún gekkst undir aðgerð vegna blöðra sem höfðu myndast á andliti og höfði. „Meiðslin voru hræðileg, hún hafði ekkert gert til að verðskulda þetta,“ segir Donna. „Læknarnir þurftu að skrapa blöðrurnar af og setja umbúðir til að reyna að koma í veg fyrir sýkingar.“

Ina kom fyrst fyrir Leeds Magistrates’ Court 10. mars þar sem hún játaði ekki sök og var úrskurðuð í gæsluvarðhald. Réttarhöld voru ákveðin 5. ágúst, en sama dag breytti hún framburði sínum og játaði sök.

Í vikunni var hún dæmd í Leeds Crown Court í tveggja ára samfélagsþjónustu, 25 endurhæfingarskyld verkefni, 114 punda sekt og ótímabundið nálgunarbann gagnvart Susan.

Mirror fjallaði um málið en þar má sjá hið hryllilega myndskeið af árásinni en lesendur eru varaðir við að horfa.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum
Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri
Innlent

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes
Sport

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“
Pólitík

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“
Innlent

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra
Fólk

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra

Egill skilur ekki Snorra Másson
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða
Innlent

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum
Innlent

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum

Sigurður ræktaði kannabisplöntur í hjónaherberginu
Innlent

Sigurður ræktaði kannabisplöntur í hjónaherberginu

Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum
Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Loka auglýsingu