
Afreksmiðstöð Íslands var formlega opnuð við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll í gær en greint er frá því í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Henni er ætlað að vera stjórnstöð afreksíþróttastarfs á Íslandi. Hún er rekin af ÍSÍ og byggir á tillögum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytisins að fyrirkomulagi afreksstarfs á sviði íþrótta hér á landi.
Markmið AMÍ er að afreksíþróttafólk nái betri árangri í íþróttum, auk þess að efla faglega umgjörð afreksstarfs á Íslandi og þannig auka þekkingu og nýsköpun á sviði afreksíþrótta. Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ leiddi starfshópinn sem unnið hefur að verkefninu síðastliðin tvö ár. Kristín Birna Ólafsdóttir verður nýr afreksstjóri ÍSÍ og tekur við af Vésteini, sem verður ráðgjafi í nýju Afreksmiðstöðinni.
Komment