
Alexander Svanur Guðmundsson hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdæmi Norðurlands eystra.
Hann var ákærður fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni, vopnalögum og peningaþvætti. Hann hafði í vörslu sinni 112,67 grömm af amfetamíni, 664,51 grömm af maríhúana, 91 stykki af LSD, 98,58 grömm af ofskynjunarsveppum, 24 stykki af ávana- og fíknilyfinu Rivotril og 6 stykki af ávana- og fíknilyfinu Concerta en handtaka hans fór fram í nóvember 2021.
Þá fann lögreglan einnig stunguhníf í eldhúsi á dvalarstað hans. Sömuleiðis var hann ákærður fyrir að hafa aflað sér ávinnings með sölu á ávana og fíkniefnum eða öðrum refsiverðum brotum, að fjárhæð 1.632.85 krónur.
Alexander játaði brot sitt en hann hefur áður, og síðar, gerst sekur um refsivert athæfi, meðal annars fyrir líkamsárás.
Hann hlaut sex mánaða dóm en hann er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða 1.188.540 krónur í sakarkostnað.
Komment