Skipið Amelia Rose truflaði ekki æfingu Landhelgisgæslunnar sem haldin var á föstudaginn í Reykjavíkurhöfn en Mannlíf fékk ábendingar um að skipið hafi siglt ansi nálægt athafnasvæði gæslunnar.
„Samkvæmt þyrluáhöfninni sem var á æfingu með Slysavarnaskóla Sjómanna á ytri höfn Reykjavíkur fyrr í dag áttu sér engin samskipti sér stað við Amelia Rose, né litið sem svo á að sigling skipsins truflaði æfingu þyrlunnar og björgunarskipsins Jóhannes Breim,“ sagði Gísli Valur Arnarson, starfandi aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, við Mannlíf um málið.
„Það er afskaplega sjaldgæft og heyrir til algjörra undantekninga að skip eða bátar trufli æfingar viðbragðsaðila,“ sagði Gísli þegar spurt var um hvort slíkar truflanir séu algengar.
„Það eru engar sérstakar reglur um fjarlægðartakmörk eða annað slíkt hvort sem um æfingar eða útköll sé að ræða og fer eftir aðstæðum hverju sinni. Það ríkir sameiginlegur skilningur sjófarenda um tillitssemi til æfinga viðbragðsaðila, ekki síst til þessara æfinga með Slysavarnaskólanum sem eru tíðar og flestum kunnugar,“ sagði aðgerðarstjórinn að lokum

Komment