Hin 81 árs gamla Sigurlína Stella Árnadóttir, kölluð Stella, leikur aðalhlutverk í tónlistarmyndbandi sem Haukur Páll Árnason, barnabarn hennar, gaf út fyrr í dag.
Myndbandið er við lagið Kex & Kakómalt sem er að finna á nýrri plötu Hauks en hann hefur í hyggju að gefa út fleiri myndbönd á næstunni.
„Framundan eru einnig fleiri tónlistarmyndbönd sem ég er virkilega spenntur að kasta út. Þetta er fyrsta myndbandið sem við skutum og síðan þá hefur production-ið bara stækkað og stækkað. Margir eru eflaust að velta fyrir sér af hverju myndbandið er svona stutt, okkur langar bara að koma þessum lögum í myndrænt form sama hvort það sé í fullri lengd eða ekki, okkur finnst þetta svo gaman og þetta er allt keyrt á ástríðu svo til hvers að teygja lopann. Ég mæli með að lesa credit listann í þessum myndböndum því þetta fólk er ekki bara hæfileikaríkt heldur fallegar sálir og eiga framtíðina fyrir sér,“ sagði Haukur við Mannlíf um myndbandið og framtíðina.
Svava Lovísa sá um leikstjórn myndbandsins og skaut það líka.


Komment