1
Innlent

Árni Viljar rak ísraelska hermenn af skemmtistað í Reykjavík

2
Heimur

Maður lést þegar hann varð fyrir fjölda bíla á Tenerife

3
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

4
Pólitík

Sigmundur Davíð talaði fyrir tómum þingsal í nótt

5
Innlent

Þó nokkur viðbúnaður eftir árekstur á Sundlaugavegi

6
Pólitík

„Hvað er að gerast á Alþingi?“

7
Heimur

Þrettán ára stúlka lýsir skelfilegri reynslu í flóðunum í Texas

8
Heimur

Rússneskir embættismenn og háttsettir stjórnendur falla eins og flugur

9
Heimur

Ísraelar kynna lokalausn fyrir Gaza-búa

10
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Til baka

„Andrúmsloftið verður verra og verra með hverjum deginum“

Áhafnir Hafrannsóknastofnunnar og Landhelgisgæslunnar hafa verið án samnings síðan í mars í fyrra og vilja að samið verði við þær sem fyrst.

Landhelgisgæslan Freyja
Deilan er í hnútSegir að andrúmslofið sé að verða verra og verra.
Mynd: Landhelgisgæslan.

Áhafnir Hafrannsóknastofnunar og Landhelgisgæslunnar hafa verið án samnings í meira en ár. Atkvæðagreiðsla um verkfall hjá Hafró. Telja sig útundan í vinnutímastyttingu.

Nú hafa áhafnir skipa Hafrannsóknastofnunar og loftfara sem og skipa Landhelgisgæslunnar verið samningslausar síðan í mars í fyrra, en þá rann kjarasamningur þeirra við ríkið út, en áhafnir Landhelgisgæslunnar hafa hins vegar ekki verkfallsrétt, en það hafa áhafnir Hafrannsóknastofnunnar aftur á móti. Munu þær greiða atkvæði um vinnustöðvun. Verði vinnustöðvunin samþykkt, mun hún hefjast í lok ágúst.

Formaður Félags skipstjórnarmanna, Árni Sverrisson, sagði við RÚV að þetta séu einu stéttir sjómanna sem ekki hafi verið samið við og engir fundir um kjaramál hafa verið boðaðir:

„Þrátt fyrir að stjórnvöld tali um mikilvægi þessara stofnana fyrir land og þjóð, þá hefur ekki náðst saman. Okkur hugnast ekki að missa þetta inn i sumarið, andrúmsloftið hjá mönnum á þessum skipum og í þessum störfum sem við semjum fyrir er verulega farið að súrna.“

Árni er spurður að því hvað beri á milli í deilunni:

„Það er búið að semja um betri vinnutíma og vaktahvata og vinnutímastyttingu hjá öllum þorra landsmanna en þessar stéttir hafa orðið útundan og það er það sem við höfum ekki náð saman um. Það er ljóst að ríkið þarf að koma að þessu máli með meiri fjármuni.“

Árni segir langvarandi vinnudeilur hafa vond áhrif á starfsmenn:

„Andrúmsloftið verður verra og verra með hverjum deginum sem líður. Það er uggur í manni vegna þess að þetta eru stéttir sem eru að leggja sig fram um að gæta landhelginnar, svo á flugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar, bjarga mannslífum og leggja sjálfa sig í hættu við það. Það er aldrei gott á vinnustað að vera samningslaus.“

Kemur fram að í þessum hópi eru meðal annars skipstjórar og skipherrar á varðskipum, skipstjórnarlærðir sigmenn á þyrlum Gæslunnar og stýrimenn og skipstjórar í stjórnstöð hennar og á flugvél hennar. Einnig eru þar sjómælingamenn, skipstjórar og stýrimenn á rannsóknaskipum Hafrannsóknastofnunar, vélstjórar, hásetar sem og matsveinar:

„Það er bara ósamið við allar sjóstéttir hjá þessum stofnunum ríkisins. Það þarf bara að fara að leysa þetta. Þetta hefur dregist allt of mikið á langinn,“ sagði Árni að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Árni Viljar Árnason
Innlent

Árni Viljar rak ísraelska hermenn af skemmtistað í Reykjavík

„Við erum friðarher“
Putin
Heimur

Rússneskir embættismenn og háttsettir stjórnendur falla eins og flugur

Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

„Hvað er að gerast á Alþingi?“

Hraðbrautin á Tenerife
Heimur

Maður lést þegar hann varð fyrir fjölda bíla á Tenerife

Stella Thompson
Myndband
Heimur

Þrettán ára stúlka lýsir skelfilegri reynslu í flóðunum í Texas

Alþingi í alla nótt
Pólitík

Sigmundur Davíð talaði fyrir tómum þingsal í nótt

Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels og Benjamin Netanyahu
Heimur

Ísraelar kynna lokalausn fyrir Gaza-búa

Árekstur
Innlent

Þó nokkur viðbúnaður eftir árekstur á Sundlaugavegi

Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Þórarinn Ingi Pétursson
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Jóhann Páll ráðherra
Landið

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar

Innlent

Árni Viljar Árnason
Innlent

Árni Viljar rak ísraelska hermenn af skemmtistað í Reykjavík

„Við erum friðarher“
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Árekstur
Innlent

Þó nokkur viðbúnaður eftir árekstur á Sundlaugavegi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Sveinn Rúnar Hauksson
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Loka auglýsingu