
Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson hefur stofnað fyrirtækið Legend ehf. en Aron er þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni ClubDub frá 2017 til 2025 eftir að Brynjar Barkarson, samstarfsmaður hans í ClubDub, fór að tjá sig um hælisleitendur á Íslandi.
Hljómsveitin gaf út tvær breiðskífur og tveir stuttskífur á meðan hún starfaði.
Lára Isabelle Sigríður Portal, kærasta og barnsmóðir Arons, skipar varastjórn en Aron er skráður sem framkvæmdastjóri félagsins. Lára starfar sem sérfræðingur í sjálfbærni og skapandi greinum hjá KPMG.
Tilgangur félagsins er framleiðsla, útgáfa og dreifing tónlistar, myndbanda og hvers kyns fjölmiðlaefnis, auk tónleikahalds og sviðslista. Félagið má einnig stunda rekstur fatamerkja, markaðssetningu, vöruþróun og sölu á neti og í verslunum. Enn fremur má félagið stunda eignarhald og rekstur eigna, lánastarfsemi og skyldan rekstur. Félagið má taka þátt í öðrum félögum og verkefnum sem tengjast starfsemi þess.
Teddi Ponza er endurskoðandi félagsins

Komment