1
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

2
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

3
Landið

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði

4
Heimur

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni

5
Minning

Helgi Pétursson er látinn

6
Pólitík

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra

7
Heimur

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku

8
Heimur

Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum

9
Menning

Auður „jarmar“

10
Menning

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“

Til baka

Austfirðingar spenna síst bílbelti samkvæmt nýrri könnun

Minningardagur um þá sem látist hafa í umferðinni haldinn í dag um allt land

Bangsi í belti
Bangsi í beltiEru ekki allir spenntir?
Mynd: Shutterstock

Ný könnun Gallup fyrir Samgöngustofu sýnir að íbúar á Austurlandi eru tregari en landsmenn almennt til að nota bílbelti. Um helgina verður víða um land minnst þeirra sem hafa látið lífið í umferðarslysum, m.a. á Breiðdalsvík, Egilsstöðum og Eskifirði. Þetta kemur fram hjá Austurfrétt.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, sem gerð var í tengslum við minningardag fórnarlamba umferðarslysa í dag, sker Austurland sig verulega úr þegar kemur að notkun öryggisbelta. Sextán prósent Austfirðinga sögðust hafa ekið innanbæjar án beltis oft á síðustu sex mánuðum, sem er hæsta hlutfallið í landinu. Aðeins 63% nota beltin ávallt, lægsta hlutfallið á landsvísu, og svarmöguleikinn „oft“ sést varla hjá öðrum landshlutum.

Svipað mynstur kemur fram þegar spurt er um farþega.
– 9% Austfirðinga hafa oft setið í framsæti án beltis, en 75% aldrei.
– Í aftursæti voru 16% oft eða stundum án beltis og 73% aldrei.

Margir telja óþarft að nota bílbelti í stuttum ferðum

Notkun eykst þegar horft er til ferða utan þéttbýlis, en Austfirðingar eru þó einnig þar aftastir í flokki.
– 12% spenna sjaldan eða aldrei beltið utan þéttbýlis, á móti 79% sem gera það alltaf.
– Í framsæti segjast 9% sjaldan nota beltin en 82% alltaf.
– Í aftursæti er hlutfallið 15% gegn 82%.

Algengustu skýringarnar á bílbelta­leysu eru að fólk gleymi beltinu eða telji það óþarft í stuttum ferðum. Austfirðingar nefna oftar en aðrir að þeir finni fyrir meira öryggi án beltis eða finnist þau óþægileg. Könnunin byggir á svörum 33 Austfirðinga og 969 þátttakenda á landsvísu og var framkvæmd í október.

Í ár er sérstök áhersla lögð á bílbelti í tengslum við minningardaginn, þar sem könnunin sýnir að 10–15% landsmanna sleppi reglulega við að nota þau. Samkvæmt nýrri samantekt Samgöngustofu voru yfir helmingur þeirra sem hafa látist innanbæjar síðustu 20 ár ekki í beltum. Líkur á að farþegi án beltis láti lífið í slysi eru þrettánfalt meiri en hjá þeim sem nota belti.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku
Heimur

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku

Stephen Bryant varð í gær sjöundi maðurinn sem tekinn var af lífi í Suður-Karólínu
Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum
Heimur

Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum

Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu
Innlent

Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu

Rannsaka meint „leyniskyttusafarí“ milljarðamæringa í Bosníu á tíunda áratugnum
Heimur

Rannsaka meint „leyniskyttusafarí“ milljarðamæringa í Bosníu á tíunda áratugnum

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði
Myndband
Landið

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið
Menning

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra
Pólitík

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku
Heimur

Segir 153 Palestínumönnum hafi verið „skolað út“ til Suður-Afríku

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“
Menning

„Ég vil bara skapa, þó að líkaminn fylgi ekki“

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk
Heimur

Billie Eilish hraunar yfir Elon Musk

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni
Heimur

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni

Snorri veður í blaðamann Vísis
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

Landið

Austfirðingar spenna síst bílbelti samkvæmt nýrri könnun
Landið

Austfirðingar spenna síst bílbelti samkvæmt nýrri könnun

Minningardagur um þá sem látist hafa í umferðinni haldinn í dag um allt land
Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði
Myndband
Landið

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“
Myndband
Landið

„Hrafnarnir flúðu af hólmi en ég sá blóðbletti í snjónum“

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði
Landið

Dagsektir felldar niður ef olíumengun verður hreinsuð á Eskifirði

Loka auglýsingu