
Lögreglan þurfti að vísa ölvuðum úr verslunarkjarnaHún hafði afskipti af hópamyndun ungmenna í verslunarkjarna
Mynd: Shutterstock
Í dagbók lögreglu er sagt frá að átta ökumenn hafi verið sektaðir fyrir umferðarlagabrot milli kl 17 og 21 í gærkvöldi. Voru þeir sektaðir fyrir notkun farsíma án handfrjáls búnaðar og réttindaleysi svo eitthvað sé nefnt. Einn á 130 km hraða á 60 svæði.
Tveimur var ölvuðum einstaklingum vísað út úr verslanakjarna.
Barn fært á lögreglustöð eftir að hafa slegið og sparkað í lögreglumann. Foreldar og barnavernd voru kölluð til.
Lögreglan hafði afskipti af hópamyndun ungmenna í verslunarkjarna. Einu ungmenni ekið heim. Hún hafði einnig afskipti af ökumanni sem var undir áhrifum fíkniefna og var sá sviptur ökuréttindum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment