1
Pólitík

„Hreinlegast væri nú fyrir Heiðu að draga sig í hlé“

2
Heimur

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis

3
Innlent

Maðurinn er fundinn

4
Heimur

Unglingur ógnaði starfsfólki spilakassasalar með sveðju á Tenerife

5
Innlent

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi

6
Heimur

Sjálfsvíg Hunter S. Thompson staðfest á ný

7
Innlent

Sólveig Anna er trítilóð út í RÚV

8
Innlent

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg

9
Pólitík

Pétur lagði Heiðu

10
Heimur

Bandaríkin formlega hætt í Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni

Til baka

Bendir á tvískinnung í viðbrögðum við banvænum skotárásum í Bandaríkjunum

„Trump-stjórnin og þeir sem nú kalla sig hægrimenn gerðu hann að hetju, tákni um réttinn til að bera vopn“

Skjáskot af skotárásum
Mynd: Samsett

Karen Kjartansdóttir, almannatengill og fyrrverandi fjölmiðlakona, bendir á tvískinnung í viðbrögðum bandarískra stjórnvalda og hægriafla við tvær banvænar skotárásir sem áttu sér stað með fimm ára millibili í Bandaríkjunum.

Í færslu á Facebook ber hún saman málið þar sem Kyle Rittenhouse skaut þrjá menn, þar af tvo þeirra til bana í Kenosha í Wisconsin árið 2020 og nýlegt mál þar sem Alex Pretti, 37 ára gjörgæsluhjúkrunarfræðingur í Minneapolis, var skotinn til bana af Ice-fulltrúum í gær.

Karen rifjar upp að Rittenhouse hafi verið 17 ára gamall þegar hann mætti vopnaður AR-15 riffli á Black Lives Matter-mótmæli í öðru fylki en því sem hann bjó í.

„Rittenhouse var ólögráða, með vopn sem hann hafði ekki leyfi fyrir og kom til annars fylkis til að „verja eignir“ sem voru ekki hans,“ skrifar hún.

Þrátt fyrir það hafi hann skotið þrjá menn sem reyndu að afvopna hann, tveir þeirra létust. Rittenhouse hélt því fram að hann hefði verið að verja sig og var síðar sýknaður af öllum ákærum.

„Trump-stjórnin og þeir sem nú kalla sig hægrimenn gerðu hann að hetju, tákni um réttinn til að bera vopn,“ skrifar Karen.

Í andstæðu við það bendir hún á atvikið í Minneapolis í gær, fimm árum síðar. Þar var Alex Pretti skotinn til bana af alríkisfulltrúum á mótmælum.

„Pretti var að taka upp lögregluaðgerð á myndband og aðstoða konu sem lögreglan hafði hrint,“ segir Karen í færslunni.

Hún leggur áherslu á að Pretti hafi verið með löglega byssu og gilt leyfi til að bera hana, en að myndbönd sýni að hann hafi aldrei notað hana né reynt að gera það.

„Myndbönd sýna að hann notaði hana aldrei og reyndi það aldrei. Pretti lá á jörðinni þegar lögreglan hleypti skotunum af,“ skrifar hún.

Þrátt fyrir það hafi viðbrögð stjórnvalda verið gjörólík þeim sem Rittenhouse naut. Karen bendir á að Stephen Miller, einn helsti hugmyndafræðingur Trump-stjórnarinnar, hafi kallað Pretti „morðingja“ og „hryðjuverkamann“. Þá hafi Donald Trump sjálfur sagt að byssa Pretti hafi verið „hlaðin og tilbúin til notkunar“.

„Eins og það eitt og sér réttlæti aftöku án dóms og laga,“ skrifar Karen og bætir við að Pretti hafi verið „myrtur í aðgerðum sem sagðar eru snúast um öryggi og lög og reglu“.

Færsla Karenar hefur vakið talsverða athygli en yfir tvöhundrað manns hefur líkað við hana og hefur henni verið deilt 14 sinnum, þegar þessi frétt er skrifuð.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Svíagrýlan er dauð
Sport

Svíagrýlan er dauð

Ísland jarðaði Svía á EM í kvöld
Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun
Heimur

Áhyggjur af heilsu Trumps magnast: Marblettir, ruglingur og merki um hnignun

Heilbrigðisyfirvöld grípa til sóttkvíar eftir Nipah-smittilfelli á Indlandi
Heimur

Heilbrigðisyfirvöld grípa til sóttkvíar eftir Nipah-smittilfelli á Indlandi

Maðurinn er fundinn
Ný frétt
Innlent

Maðurinn er fundinn

Sólveig Anna er trítilóð út í RÚV
Innlent

Sólveig Anna er trítilóð út í RÚV

„Hreinlegast væri nú fyrir Heiðu að draga sig í hlé“
Pólitík

„Hreinlegast væri nú fyrir Heiðu að draga sig í hlé“

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis
Myndband
Heimur

Ný myndbönd stangast á við frásögn yfirvalda af skotárásinni í Minneapolis

Bandaríkin formlega hætt í Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni
Heimur

Bandaríkin formlega hætt í Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni

Ók fullur og vímaður á gangstíg
Innlent

Ók fullur og vímaður á gangstíg

Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis
Myndband
Heimur

Ice-fulltrúar skjóta annan mann til bana í Minneapolis

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg
Innlent

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi
Innlent

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi

Innlent

Bendir á tvískinnung í viðbrögðum við banvænum skotárásum í Bandaríkjunum
Innlent

Bendir á tvískinnung í viðbrögðum við banvænum skotárásum í Bandaríkjunum

„Trump-stjórnin og þeir sem nú kalla sig hægrimenn gerðu hann að hetju, tákni um réttinn til að bera vopn“
Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi
Innlent

Átök í vegkanti Reykjanesbrautar enduðu með skilorðsdómi

Maðurinn er fundinn
Ný frétt
Innlent

Maðurinn er fundinn

Sólveig Anna er trítilóð út í RÚV
Innlent

Sólveig Anna er trítilóð út í RÚV

Ók fullur og vímaður á gangstíg
Innlent

Ók fullur og vímaður á gangstíg

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg
Innlent

Nágrannerjur: Ásakanir fljúga yfir Grensásveg

Loka auglýsingu