
Lögregla sinnti fjölda verkefna á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars barst tilkynning um þjófnað í verslun en málið var afgreitt á vettvangi.
Í miðborginni var tilkynnt um mann til vandræða. Þegar lögregla kom á staðinn hélt maðurinn áfram uppteknum hætti og var að lokum handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Í verslunarmiðstöð í Kópavogi var aðili handtekinn eftir að tilkynnt var um hann til vandræða. Viðkomandi var verulega ölvaður og árásagjarn og var vistaður í fangaklefa.
Að lokum var tilkynnt um umferðarslys í Mosfellsbæ þar sem ökumaður missti stjórn á bifreið sinni. Ökumaðurinn slapp óslasaður en bifreiðin er óökufær.
Komment