
Tilkynnt var um aðila sem vildi ekki borga fyrir mat og drykk sem hann hafa pantað á veitingastað í miðbænum og mætti löggan á svæðið og var það afgreitt á staðnum.
Þá var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Laugardalnum og kom í ljós að sá hafði nú þegar misst ökuréttindi sín og má viðkomandi eiga von á sekt.
Ökumaður keyrði á hjólreiðamann í Hafnarfirði og þurfti vegfarandinn að fara upp á slysadeild til aðhlynningar en hann slasaðist þó ekki mjög alvarlega að sögn lögreglu.
Áfengisdauður maður var á knæpu í Kópavogi samkvæmt tilkynningu sem lögreglan fékk og kom hún honum heim. Þá var tilkynnt um mann sem lá í jörðinni, einnig í Kópavogi. Kom þá í ljós að hann hafði fengið aðsvif og fallið í jörðina í framhaldinu. Hann var fluttur á sjúkrahús.
Ökumaður keyrði á ljósastaur í Mosfellsbæ. Bíllinn er slæmu ástandi ekki urðu nein slys á fólki.
Komment