
Björn Ingi Hrafnsson
Mynd: Mannlíf.
Miðflokksmönnum gengur ekkert sérstaklega vel að stilla upp frambærilegum lista í Reykjavík. Hermt er að Björn Ingi Hrafnsson, stallari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns, hafi leitað ýmissa frægðarmenna um að leiða listann en ekkert gangi.
Fyrir liggur að Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill verða leiðtogi en hann þykir vera ólíkindatól og ekki treystandi. Aftur á móti er talið að hann hafi fengið loforð um annað eða þriðja sætið. Nú nálgast ögurstund og er hermt að Björn Ingi horfi gjarnan í spegil og spyrji eins og drottningin forðum um það hver sé álitlegastur. Það mun vera draumur andstæðinga Miðflokksins að Björn Ingi verði sjálfur í leiðtogasætinu með sína hrakfarasögu ...
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment