
Mynd: Samtökin 78
Bjarndís Helga Tómasdóttir var endurkjörin sem formaður Samtakanna '78 á aðalfundi félagsins.
Bjarndís Helga var ein í framboði; en fimm voru í kjöri til stjórnarsetu til tveggja ára; þrjú hlutu kjör: Hannes Sasi Pálsson, Jóhannes Þór Skúlason og Leifur Örn Gunnarsson.
Kemur fram að fyrir voru í stjórninni þau Hrönn Svansdóttir, Vera Illugadóttir og Sveinn Kjartansson.
Í fréttatilkynningu frá samtökunum '78 segir að alls hafi 206 félagar greitt atkvæði og þátttaka í kosningunum hafi verið góð.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment