1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Menning

Dóra hjólar í Ríkisútvarpið

3
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

4
Innlent

Kona tekin með kók á Keflavíkurflugvelli

5
Fólk

LEGO-hús til sölu í Seljahverfi

6
Heimur

TikTok-stjarna líflátin opinberlega

7
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

8
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

9
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

10
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Til baka

Björguðu þremur af þaki sökkvandi bíls

Gærdagurinn var atburðaríkur fyrir björgunarsveitir landsins

lon-4
Aðgerð björgunarsveitarinnar í Jökulsá í LónumÞrír ferðamenn voru strand á þaki bíls sem var fastur í Lóninu
Mynd: Landsbjörg

Landsbjörg greinir frá annasömum degi en miðvikudagurinn 6. ágúst reyndist björgunarsveitum landsins atburðaríkur.

Upp úr klukkan 10 um morgun voru björgunarsveitir á Vestfjörðum kallaðar út í hæsta forgangi af vaktstöð siglinga. Smábátur leigður ferðamönnum til sjóstangveiða hafði dottið úr vöktun. Áhöfnin á björgunarskipinu Kobba Láka frá Bolungarvík ásamt björgunarsveitinni á Suðureyri voru kallaðar út auk þyrluáhafnar. Björgunarsveitirnar náðu að staðfesta að allt væri í lagi um borð smábátsins og björgum var snúið við.

Björgunarfólk var kallað út í hádeginu á Fimmvörðuhálsi vegna veikinda og lauk ekki aðgerðinni fyrr en rétt fyrir klukkan 18. Hins vegar fékk björgunarfólkið ekki mikla hvíld því stuttu eftir að þau komu að bækistöðinni barst önnur aðstoðarbeiðni af Fimmvörðuhálsi.

Skammt frá Baldvinsskála voru tveir göngumenn en annar þeirra hafði meiðst á fæti og gat ómögulega gengið áfram. Rétt fyrir klukkan 22 kom fyrsta björgunarfólkið að göngumönnunum sem höfðu slegið upp tjaldi á meðan þeir biðu hjálpar. Ferðamennirnir voru fluttir í bíl af hálsinum að gistiskála og björgunarfólk skildi við þá rétt fyrir miðnætti þegar ferðamennirnir töldu sig ekki þurfa frekari aðstoð.

lon-1
Mynd: Landsbjörg

Á meðan aðgerðir stóðu yfir á Fimmvörðuhálsi barst aðstoðarbeiðni frá ferðamönnum rétt fyrir klukkan 14 sem höfðu fest bíl sinn í Jökulsá í Lóni. Björgunarfélag Hornafjarðar fór á staðin á tveimur öflugum bílum. Vegna fyrstu boða bjóst björgunarfólkið ekki við mikilli hættu en þegar þau komu á staðin voru þrír ferðamenn fastir á þaki bílsins sem var vel á kafi í ánni. Björgunarfélagið náði að ferja fólkið í land og með öflugum björgunarbíl náðist bíll ferðamannanna upp úr. Fólkið fékk að þurrka búnaðinn sinn í húsnæði Björgunarfélags Hornafjarðar.

Skömmu eftir útkallið í Lóni var björgunarsveitin Strákar á Siglufirði kölluð út. Þar hafði annað ökutæki fest sig, í þetta sinn í Leyningsá, skammt innan Siglufjarðar. Í lýsingu Landsbjargar gekk fljótt og vel að leysa það verkefni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Eiginmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi
Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta
Myndband
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Stjörnulögfræðingur vill flytja
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð
Heimur

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð

Féll niður brekku á Kanarí og lést
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Eiginmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi
Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Boða nýjung í málefnum ungmenna
Innlent

Boða nýjung í málefnum ungmenna

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

Loka auglýsingu