Mikið hefur verið skrifað um samgöngumál á undanförnum mánuðum og er málið orðið eitt það heitasta þegar kemur að komandi borgarstjórnarkosningum. Þá hefur mikil umræða einnig skapast meðal almennings um málefnið.
„Það eru um 1,3 bílastæði á hvern íbúa í Reykjavík,“ segir borgarfræðingurinn Björn Teitsson í umræðu um samgöngumál á Facebook-síðu Hrafns Jónsson, starfsmanns á miðlunarsviði ASÍ.
„Þar með taldir eru íbúar sem hafa ekki aldur eða réttindi til að aka bíl. Það er langhæsta hlutfall bílastæða per íbúa í Evrópu. Og jú, líka meðtaldar borgir á Norðurlöndum þar sem eru svipaðar eða verri veðuraðstæður en í Reykjavík. Það hafa bókstaflega aldrei í sögu Reykjavíkur verið fleiri bílastæði í borginni. Þessi umræða er mesta væl sögunnar og mesta non-issue sem til er. Á sama tíma eru reglulega um 30-45 þús manns sem lýsa því yfir í könnunum að þau myndu gjarnan ferðast öðruvísi en í bíl, ef aðstæður til þess væru betri,“ segir borgarfræðingurinn og leggur áherslun á lausnin blasi við.
„Það ærir mig smá (mjög mikið) hvernig það á alltaf að reyna að snúa öllum sveitastjórnarkosningum í Reykjavík upp í umræðu um umferð og bílastæði,“ skrifaði Hrafn í upphafsfærslunni og birti mynd af bílaumferð á Kringlumýrarbraut.
„Ég hef ekki lesið færri en 4 innsendar greinar á Vísi síðustu tvo daga um fjölþætt óréttlæti blasir við fólki í bílastæðamálum. Fólk situr þarna fast í sjálfskapaðri umferðinni með Reykjavík Síðdegis skrúfað upp í 11 að fá æðaþrengingar yfir tilhugsuninni um hvar það ætli næst að leggja þessum pikkfasta bíl sínum.“


Komment