1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

3
Menning

Addison Rae í Breiðholti

4
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

5
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

6
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

7
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

8
Menning

Kókómjólkin hans Króla

9
Skoðun

Lögin eru fyrir hina - Að vera þingmaður: 2. kafli

10
Peningar

Hagnst um 70% meira

Til baka

Blaðamaður Moggans kýldi landsfundargest Sjálfstæðisflokksins: „Ekkert stórmál“

Rifrildi um formannsframbjóðendur endaði með kjaftshöggi.

Hermann Nökkvi Gunnarsson.
Kýldi landsfundargestHermann Nökkvi Gunnarsson. Ljósmynd: mbl.is

Blaðamaður á Morgunblaðinu kýldi landsfundargest Sjálfstæðisflokksins á Pedersen-svítunni á föstudagskvöldinu.

Vísir segir frá því að Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu hafi lent í rifrildum við Þorleif Hallbjörn Ingólfsson sem enduðu á því að Hermann gaf Þorleifi kjaftshögg. Handalögmálin áttu sér stað á Pedersen-svítunni á föstudagskvöldið en báðir voru þeir gestir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var um helgina í Laugardalshöllinni. Ásamt því að vera blaðamaður Morgunblaðsins er hann einnig framkvæmdastjóri SUS.

Samkvæmt Vísi var Hermann Nökkvi stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem sigraði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í kosningu um formannssæti flokksins að spjalla við Þorleif, sem studdi Áslaugu en hann er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ. Voru þeir að ræða þær stöllur en Þorleifur sakaði Hermann um að vera undirróðursmann fyrir Guðrúnu. Hermann virðist ekki hafa getað fært rök fyrir hinu gagnstæða og lét því hnefana tala.

Fram kemur í frétt Vísis að Þorleifi þyki málið ekki vera fréttaefni og segir þá hafa verið félaga fyrir helgi og séu það enn. Viðurkennir hann þó að æsingur hafi verið í mönnum á þessu augnabliki. Daginn eftir sættust þeir félagar og fóru saman í Herragarðinn þar sem Hermann Nökkvi keypti nýja skyrtu á Þorleif.

„Ég vildi ekki þurfa að mæta í rúllukragapeysu á landsfundinn. Þetta er gæðavandamál hjá okkur og ekkert stórmál. Við Vestfirðingar getum nú tekið á móti einhverjum höggum. En það eru allir léttir og við fengum okkur bjór saman og skáluðum,“ sagði Þorleifur við Vísi.

 


Komment


Anna Sigrún Ásgeirsdóttir leitar að rafmagnshlaupahjóli
Ný frétt
Innlent

Eltir uppi síbrotafólk eftir að hlaupahjóli dótturinnar var stolið

Donald Trump fiskveiðar
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

Nikki Loffredo myrt
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti

Tolli
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur