
Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri SUS, setti um helgina fram færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann sakar RÚV um pólitískan áróður þegar kemur að umfjöllun um lag Ísrael í Eurovision.
„Hér fullyrðir RÚV að þjóðarmorð sé að eiga sér stað á Gasa. Þetta er ekki blaðamennska, þetta er pólitískur áróður sem skattgreiðendum ber að fjármagna,“ skrifaði blaðamaðurinn og birti mynd máli sínu til stuðnings.

Af orðum Hermanns Nökkva má draga þá ályktun að hann telji aðgerðir Ísrael á Gasa svæðinu ekki þjóðarmorð en talið er að yfir 50 þúsund Palestínubúar hafi verið drepnir af ísraelskum yfirvöldum síðan 7. október 2023 þegar Hamas samtökin réðust á ísraelska borgara. Samkvæmt yfirvöldum þar í landi létust yfir þúsund manns af völdum þess.
Ísrael endaði í 2. sæti í Eurovision með 357 stig en það var Austurríki sem vann nokkuð óvænt með 436 stig. Svíar, sem var spáð nokkuð öruggum sigri, endaðu í 4. sæti með 321 stig.
Komment