
Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra telur ákvörðun Bandaríkjastjórnar þess efnis að svipta Harvard leyfi til að taka við útlendum nemendum hreinlega vera skuggalega.
Logi segir að íslensk stjórnvöld vera í viðbragðsstöðu og muni setja sig í samband við nemendur frá Íslandi sem nema í Bandaríkjunum.
Logi segist í samtali við fréttastofu RÚV hafa talsvert miklar áhyggjur af þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að leyfa ekki Harvard-háskóla að taka við útlendum nemum:
„Þetta er mjög dapurlegt að sjá þetta, að verið sé að þrengja að þessum helstu orkuverum hugvitsins. Ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur líka fyrir heiminn allan.“
Ef ákvörðun Bandaríkjastjórnar stendur mun hún hafa mikil áhrif á þúsundir nemenda og Logi er spurður hvort einhverjir nemendur hafi leitað til ráðuneytis hans:
„Nei, þeir hafa ekki leitað til okkar, en við erum búin að setja okkur í viðbragðsstöðu og erum tilbúin til að aðstoða og hjálpa. Við munum líka setja okkur í samband við samtök íslenskra námsmanna erlendis,“ sagði Logi Einarsson.
Komment