1
Fólk

Hallgrímur fann óvænta ánægju í dánarbúi móður sinnar

2
Pólitík

„Er svona fyrir okkur komið?“

3
Grein

Gunnar Smári finnur fyrir létti en uppgjöri er ólokið

4
Landið

Meiri gjaldtaka í Landmannalaugum

5
Innlent

Ók óvart í gegnum rúðu á skólanum

Til baka

„Dapurlegt að verið sé að þrengja að þessum helstu orkuverum hugvitsins“

Skuggalegt ástand í háskólum í Bandaríkjunum að mati ráðherra.

Logi Einarsson ráðherra
Logi Einarsson ráðherra.Ráðherra hefur áhyggjur af stöðu háskóla í Bandaríkjunum.
Mynd: Samfylkingin.

Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskóla­ráðherra telur ákvörðun Bandaríkjastjórnar þess efnis að svipta Harvard leyfi til að taka við útlendum nemendum hreinlega vera skuggalega.

Logi segir að íslensk stjórnvöld vera í viðbragðsstöðu og muni setja sig í samband við nemendur frá Íslandi sem nema í Bandaríkjunum.

Logi segist í samtali við fréttastofu RÚV hafa talsvert miklar áhyggjur af þeirri ákvörðun Bandaríkjastjórnar að leyfa ekki Harvard-háskóla að taka við útlendum nemum:

„Þetta er mjög dapurlegt að sjá þetta, að verið sé að þrengja að þessum helstu orkuverum hugvitsins. Ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur líka fyrir heiminn allan.“

Ef ákvörðun Bandaríkjastjórnar stendur mun hún hafa mikil áhrif á þúsundir nemenda og Logi er spurður hvort einhverjir nemendur hafi leitað til ráðuneytis hans:

„Nei, þeir hafa ekki leitað til okkar, en við erum búin að setja okkur í viðbragðsstöðu og erum tilbúin til að aðstoða og hjálpa. Við munum líka setja okkur í samband við samtök íslenskra námsmanna erlendis,“ sagði Logi Einarsson.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Hallgrímur Helgason
Fólk

Hallgrímur fann óvænta ánægju í dánarbúi móður sinnar

Gunnar Smári Egilsson
Grein

Gunnar Smári finnur fyrir létti en uppgjöri er ólokið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Pólitík

„Er svona fyrir okkur komið?“

Landmannalaugar
Landið

Meiri gjaldtaka í Landmannalaugum

Hafnarfjörður
Innlent

Ók óvart í gegnum rúðu á skólanum

Eldur Nesjavallavegi
Innlent

Bíll brennur við Nesjavallaveg

Lee Michael Granier
Heimur

Kennari tekinn með kókaín í grunnskóla

konaNY
Myndband
Heimur

Kona stakk ljósmyndara í bakið

Loka auglýsingu