1
Pólitík

Inga brast í grát á Alþingi

2
Menning

Misþyrming á Selfossi

3
Heimur

Einn látinn eftir slys á Tenerife

4
Peningar

Snjallsímum velt úr sessi sem jólagjöf ársins

5
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

6
Innlent

Drífa Kristín metin hæfust

7
Pólitík

Hanna Katrín skipar nýja stjórn

8
Innlent

Aðalmeðferð í morðmáli Margrétar Löf hefst eftir viku

9
Innlent

Sérsveitin á ferðinni

10
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

Til baka

Drengir útilokaðir frá kennslu eftir kvörtun vegna kennara

Foreldrar neyddust til að kæra kennarann til lögreglu.

breidagerdisskoli3
BreiðagerðisskóliDrengirnir kvörtuðu ítrekað yfir kennaranum.
Mynd: reykjavik.is

Tólf ára drengur var ítrekað útilokaður frá kennslustundum í Breiðagerðisskóla eftir að hann kvartaði yfir hegðun kennara. Í stað þess að rannsaka kvörtunina var hann látinn dvelja á bókasafni skólans og hafði ekki aðgang að kennslu í rúma tvo mánuði.

Atvikið átti sér upphaf þegar drengurinn og vinur hans ákváðu að skrifa skólastjóranum bréf þar sem þeir lýstu óþægilegri snertingu og framkomu kennarans. Fljótlega eftir að bréfið var afhent voru báðir drengirnir fjarlægðir úr tímum hjá umræddum kennara. Eftir að annar drengurinn baðst afsökunar fékk hann að snúa aftur í kennslu, en hinn þurfti að bíða vikum saman án þess að ásakanirnar væru rannsakaðar.

Foreldrar drengsins leituðu hjálpar hjá stjórnendum, skóla- og frístundasviði og Landsteyminu, án árangurs. Að lokum kærðu þau málið til lögreglu þar sem langvarandi útilokun hafði veruleg áhrif á líðan barnsins.

„Ég vil bara að þetta hætti“

Í samtali við Heimildina síðla vors sagði drengurinn: „Ég vil bara að þetta hætti.“ Þá var hann að ljúka 7. bekk og þar með skólagöngu sinni í Breiðagerðisskóla. Hann hafði fylgt viðmiðum borgarinnar um að tilkynna ofbeldi eða einelti til skólastjórnenda, en í stað þess að fá vernd var honum vísað úr kennslu.

Þrátt fyrir að menntamálaráðuneytið hafi síðar komist að þeirri niðurstöðu að skólinn hafi brugðist, var áfram neikvætt viðmót gagnvart drengnum þegar hann sneri aftur í tímana. Honum var jafnvel vísað úr kennslustundum án útskýringa.

Í síðustu viku fékk hann þó loks opinbera afsökunarbeiðni á fundi með skóla- og frístundasviði, ásamt vini hans sem einnig hafði lýst yfir óánægju með kennarann.

Ákveðnir í að segja frá

Kvartanir vegna sama kennara höfðu borist áður, þegar drengirnir voru í 6. bekk. Þá var undirskriftum barna safnað sem lýstu því að kennarinn „haldi strákum og kitli þá“, en aðstoðarskólastjóri stöðvaði söfnunina fljótlega.

„Hann var að meiða okkur,“ segir annar drengur sem einnig gaf sig fram við Heimildina. Hann lýsir því hvernig kennarinn hafi „tekið þá upp og kitlað“ og „sett hnúana í rifbeinin“. Drengurinn leitaði að lokum sjálfur til skólastjórans eftir eitt atvikið. „Ég var búinn að fá nóg og langaði að segja frá. Ég var í tíma og missti blýant á gólfið og var að taka hann upp. Þá greip hann um axlirnar á mér, tók mig upp og hélt mér í góðar 10 sekúndur. Þá meiddi ég mig mjög mikið. Ég gat ekki andað.“

Segist hann hafa ásamt tveimur öðrum, ætlað að hitta skólastjórann vegna málsins en hann ekki verið við. Skildu þeir þá eftir skilaboð á miða til hans um málið en fengu ekki að hitta hann fyrr en eftir ítrekaðar beiðnir. Þá sagðist skólastjórinn ætla að tala við kennarann.

Bréfið sem olli viðbrögðum

Þann 27. september fór annar drengur ásamt vini sínum að skrifstofu skólastjóra, þar sem þeir skiluðu inn bréfi með kvörtunum yfir því að kennarinn væri enn að snerta nemendur án leyfis. Þeir minntu einnig á að ef þetta héldi áfram myndu þeir snúa sér til barnaverndar, sem þeir sögðu vera svar við hótun kennarans um að tilkynna annan þeirra til barnaverndar.

Að morgni næsta mánudags fengu foreldrar drengjanna símtal frá skólanum og voru boðaðir á fund. Þar lýsti skólastjórinn áhyggjum yfir því að strákarnir hefðu „hótað að fara með málið til barnaverndar“. Móðir annars drengsins lýsir því að skólastjórinn hafi einblínt á afleiðingar fyrir kennarann fremur en að hlusta á ásakanir barnanna.

„Er hann ekki hættur þessu?“

Foreldrar héldu áfram að reyna að fá skólann til að bregðast við. Á öðrum fundi lýsti drengurinn því hvernig kennarinn hafi meitt sig með því að þrýsta hnúunum í rifbeinin. Skólastjórinn svaraði: „Er hann ekki hættur þessu?“, og vísaði í fyrra samtal við kennarann. Foreldrar drengsins tóku þá fram að ekki væri nóg að biðja kennarann að hætta, það þyrfti að bregðast formlega við.

Móðir hans bætir við: „Skólastjórinn sagði þá að þetta gæti verið óvart, en syni okkar fannst erfitt að skilja hvernig það gæti verið. Fyrir utan að kennari þarf ekki að snerta nemanda.“

Kennarinn sem um ræðir vildi ekki tjá sig við Heimildina.

Skólastjóri gagnrýnir umfjöllun

Skólastjórinn lýsti yfir efasemdum um réttmæti þess að fjallað yrði um málið opinberlega og sagði að fjölmiðillinn hefði ekki allar upplýsingar sem þurfi til að lýsa málinu rétt. Hann tók þó fram að skólastjórnendur bregðist við kvörtunum og leiti lausna með aðkomu foreldra. Hann sagði að í „langflestum tilvikum þar sem fólk er tilbúið til samstarfs er í sameiningu hægt að komast að niðurstöðu og sameiginlegum skilningi. Þegar ég segi í langflestum þá á það ekki við í öllum tilvikum.“

Hægt er að lesa mun ýtarlegri umfjöllun í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Var að verki í Hafnarfirði
Lítil þyrla nauðlenti á akri
Heimur

Lítil þyrla nauðlenti á akri

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega
Sport

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks
Pólitík

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð
Heimur

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð

Fágæt perla í Sundunum til sölu
Myndir
Fólk

Fágæt perla í Sundunum til sölu

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu
Heimur

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu

Rússneski herinn pyntar aðstandendur liðhlaupa
Heimur

Rússneski herinn pyntar aðstandendur liðhlaupa

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar
Myndband
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur
Pólitík

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur

Ný gögn sýna viðbrögð Andrews við ásökunum í tölvupósti frá Ghislaine
Heimur

Ný gögn sýna viðbrögð Andrews við ásökunum í tölvupósti frá Ghislaine

Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Var að verki í Hafnarfirði
Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann
Innlent

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Loka auglýsingu