Glæsilegt hús í Fossvegi hefur verið sett á sölu.
Það er að minnsta kosti glæsilegt að utan en af óútskýrðri ástæðu eru ekki sýndar neinar myndir innan úr húsinu. Verður fólk einfaldlega að mæta og skoða húsið að innan.
Vægast sagt dularfullt.
Eigendur þess óska eftir tilboði í húsið.
Lýsing í auglýsingu
Forstofa með góðu skápaplássi og fatahengi. Inn af forstofu er gesta WC. Fimm herbergi eru í húsinu og fjögur baðherbergi. Sér herbergisálma en þar eru fjögur stór herbergi með góðu skápaplássi. Baðherbergi er flísalagt að hluta með walk in sturtu. Inn af hjónaherbergi er baðherbergi með fallegri innréttingu, flísalagt að hluta með frístandi baðkari og walk in sturtu. Stofan er með góðri lofthæð, arni og útgengi út á suður sólpall. Eldhús með fallegri viðarinnréttingu, eyju með stein á borðum og vönduðuðm tækjum. Úr eldhúsi er hægt er að ganga inn í inngarð sem er lokaður. Inn af sjónvarpsstofu er gott herbergi með útgengi út á suður verönd. Baðherbergi tvískipt, WC og sturta. Þvottahús með góðu skápaplássi og er innangengt inn í bílskúr.


Komment