1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Menning

Dóra hjólar í Ríkisútvarpið

3
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

4
Innlent

Kona tekin með kók á Keflavíkurflugvelli

5
Fólk

LEGO-hús til sölu í Seljahverfi

6
Heimur

TikTok-stjarna líflátin opinberlega

7
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

8
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

9
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

10
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Til baka

María og Gunnar eiga 28 husky hunda

María vildi alltaf eiga gæludýr og nú rekur hún ferðaþjónustufyrirtæki í kringum 28 husky hundana sína

goHusky María og Gunnar
María Björk Guðmundsdóttir og Gunnar Eyfjörð Ómarsson með husky hundunum sínum
Mynd: goHusky

María Björk Guðmundsdóttir langaði alltaf í hund en þegar hún var að alast upp vildu foreldrar hennar ekki eiga gæludýr, í dag á hún 28 husky hunda. María deildi sögu sinni á dögunum í færslu í Facebook hópnum Hundasamfélagið.

„Við hjónin eignuðumst okkar fyrsta hund, fyrir hreina tilviljun, árið 2011. Við vorum í 1. maí göngu og hittum vinafólk sem spurði hvort við vildum koma og sjá hvolpa hjá þeim. Og það varð ekki aftur snúið, við féllum fyrir bláu augunum hennar Ösku okkar og urðum stoltir hundaeigendur,“ skrifar María Björk.

Hjónin María og Gunnar kynntust hundasleðasportinu á Íslandi eftir að fá fyrsta husky hundinn sinn, Ösku en vissu að þau gætu ekki tekið þátt með aðeins einn hund. Því leið ekki langt á að þau fengu sér annan husky sem þau nefndu Eldur og nokkru seinna bættist Reykur við.

goHusky
Mynd: Facebook/goHusky

„Einhverjir hvolpar urðu nú til úr þessu og til að gera mjög langa sögu stutta þá var staðan þannig að í ársbyrjun 2019 bjuggum við í tvíbýlishúsi á Akureyri með 3 börn, 2 ketti, 5 fullorðna husky hunda og 2 hvolpa!“ skrifar María en þau fluttu í kjölfarið í sveitina, í Glæsibæ við Akureyri. „Við fundum svo draumahúsið okkar úti í sveit, bættum við okkur hundum og höfum einnig verið með 4 got. Eigum í dag 28 hunda og rekum tvö fyrirtæki tengd hundunum okkar,“ skrifar María.

María og Gunnar stofnuðu ferðaþjónustufyrirtækið goHusky sem býður upp á hundasleðaferðir á veturna, göngu- eða hjólaferðir með hundana á sumrin og hunda klapp allan ársins hring. GoHusky hefur slegið í gegn á Instagram en þar eru þau með 210 þúsund fylgjendur sem fylgjast með daglegu lífi hjónanna og 28 hundum þeirra.

Þau hjónin vöktu athygli fyrir fáeinum vikum á Vor í Vaglaskógi tónleikunum en þar voru þau að spinna og prjóna úr husky hárum. Husky hundar fara mikið úr hárum og hjónunum þótti agalegt að henda því öllu. Gunnar fór því á námskeið og lærði að spinna ull á rokki sem María prjónar ýmislegt úr. Á býlinu þeirra í Glæsibæ geta gestir keypt húfur, eyrnaskjól og fleira úr husky hárum.

„Við fáum mikið af krökkum til okkar í heimsókn sem eru í sömu stöðu og ég, þau mega ekki eiga hund. Og ég segi öllum það sama, haltu áfram að láta þig dreyma, einn daginn rætast draumarnir,“ segir María Björk Guðmundsdóttir.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Eiginmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi
Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta
Myndband
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Stjörnulögfræðingur vill flytja
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð
Heimur

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð

Féll niður brekku á Kanarí og lést
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Eiginmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi
Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Boða nýjung í málefnum ungmenna
Innlent

Boða nýjung í málefnum ungmenna

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

Loka auglýsingu