
Sex gistu fangageymslu lögreglu41 mál var skráð hjá lögreglu - Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Reykjavíkurborg
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og í nótt er greint frá því að einstaklingur í annarlegu ástandi hafi ráðist á tvær konur í miðbænum með því að slá þær. Hann flúði á brott í kjölfarið.
Sjö ökumenn voru teknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Tveir einstaklingar voru gripnir við húsbrot í Hafnarfirði og voru handteknir.
Drukkinn og vímaður maður í Garðabæ var aðstoðaður og ekið heim.
Eldri kona í Árbæ var flutt á bráðamóttökuna eftir að hafa dottið. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsli hennar eru.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment