
Elín Hall söngkonaMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Víkingur
Söng- og leikkonan Elín Hall gaf út í dag nýtt tónlistarmyndband en það er við lagið AS the World Falls Down.
Margir ættu að kannast við það úr kvikmyndinni Labyrinth sem kom út árið 1986 en David Bowie samdi lagið fyrir myndina. Á samfélagsmiðlum sagði Elín að til þess að lagið geti komið því áleiðis sem hún vill skila til hlustenda hafi þurft að gera tónlistarmyndband við lagið.
Söng- og leikkonan Katla Njálsdóttir leikstýrði myndbandinu en hún lék með Elínu í myndinni Ljósbrot og stofnuðu þær í kjölfarið saman hljómsveitina mammaðín, sem hefur notið mikilla vinsælda.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment