
Fjarskiptafélagið Sýn hefur tilkynnt um verulegar verðhækkanir á áskriftarpökkum sem taka gildi um næstu mánaðamót. Hækkanirnar ná bæði til net- og sjónvarpspakka, þar á meðal þeirra vinsælustu.
Mesta hlutfallshækkunin er á pakkanum Sýn+ og allt sport, sem margir velja vegna ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Áskriftin hefur kostað 11.990 krónur frá því í haust en hækkar nú í 13.990 krónur, sem jafngildir 17% hækkun.
Þetta er jafnframt eina leiðin fyrir fótboltaáhugafólk til að horfa á enska boltann í gegnum Sýn. Til samanburðar kostaði sambærilegur premium-pakki hjá Sjónvarpi Símans fyrir ári síðan 8.500 krónur. Það þýðir að kostnaður við að fylgjast með ensku deildinni hefur hækkað um 65% á einu ári.
Mbl.is sagði frá hækkuninni.

Komment