Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við óprúttnum aðilum sem hafa verið á kreiki við verslunarmiðstöðvar í umdæminu og þóst vera að safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra.
Um er að ræða erlenda ríkisborgara, sem þykjast jafnvel sjálfir vera heyrnarlausir, og eru þeir sagðir mjög ýtnir og frekir við að fá fólk til að millifæra peninga í gegnum síma.
Borist hafa ábendingar vegna þessa og því ítrekar lögregan að umræddir aðilar eru ekki á vegum Félags heyrnarlausra.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment