1
Innlent

Lögreglumenn sýnilega pirraðir á mótmælendum

2
Minning

Björk Aðalsteinsdóttir er látin

3
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

4
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

5
Innlent

Lögreglan lýsir eftir Aylin

6
Skoðun

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

7
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

8
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

9
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

10
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

Til baka

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

„Ég held að hann hafi dáið úr harmi“

Feðgarnir
FeðgarnirFaðirinn lést úr harmi
Mynd: Samsett

Faðir hneig niður og lést á útför sonar síns þegar kista hans var borin inn í kapelluna.

Norman White, 61 árs frá Middlesbrough í Norður Jórvíkurskíri, var staddur við útför sonar síns, Davids Beilicki, í St. Bede’s Chapel við Teesside Crematorium þegar talið er að hann hafi fengið stærðarinnar hjartaáfall.

David, 41 árs, fannst látinn í sófa hjá ættingja eftir langvarandi baráttu við fíkniefni. Andlát hans bar að á sama degi og tíu ár voru liðin frá minningarathöfn sem haldin var fyrir tvíbura hans sem fæddust andvana.

Systir hans, Chantelle, sagði að David hefði verið hættur neyslu og verið á batavegi þegar hann lést. Hún lýsti atburðarrásinni sem endaði með dauða föður þeirra sem atriði úr harmrænni kvikmynd.

„Þetta var svo mikið áfall. Maður ímyndar sér aldrei að eitthvað svona geti gerst, þú gætir ekki skrifað þetta handrit,“ sagði Chantelle, fjögurra barna móðir, 42 ára.

Rannsókn á andláti Davids, sem varð 31. júlí, stendur enn yfir. Útför hans fór fram 21. ágúst. Chantelle sagði: „Þegar við komum inn í kapelluna og settumst niður leit ég í kringum mig og spurði: „Hvar er pabbi“?“

Kapellan var rýmd á meðan sjúkraflutningamenn voru kallaðir til. Norman var fluttur á sjúkrahús, með systur sinni í sjúkrabílnum, á meðan aðrir fjölskyldumeðlimir héldu áfram með athöfnina. Skömmu síðar bárust þeim harmþrungin tíðindi um að Norman, sem var sjö barna faðir, hefði látist.

Chantelle sagði að fráfall föður hennar hefði verið algjört áfall fyrir fjölskylduna og hún eigi erfitt með að takast á við missinn. Hún bætti við að Norman hefði aldrei áður glímt við hjartasjúkdóma: „Ég held að hann hafi dáið úr harmi. Að sjá alla fjölskylduna saman svona var of mikið fyrir hann.“

Hún lýsti því að í viku eftir útför Davids hafi hún verið í algjöru áfalli og átt í erfiðleikum með að skilja hvað hefði gerst. Þrátt fyrir baráttu Davids við fíkn hafi hann verið elskaður af öllum sem þekktu hann. Hann var faðir tveggja drengja, hins fullorðna Ethans og níu ára gamla Jaxon.

„Hjarta hans var eins stórt og hafið. Hans er svo sárt saknað,“ sagði hún.

David bjó hjá Chantelle og fjölskyldu hennar á Overdale Road í Park End. Hún sagði að börnin sín væru niðurbrotin: „Heimilið er ekki hið sama án hans.“

Norman hafði mikla ástríðu fyrir hnefaleikum og var þjálfari í þeirri íþrótt. Hann var afar hógvær maður, en þekktur og vinsæll í samfélaginu. „Hann var pabbi minn og ég dáði hann,“ sagði Chantelle.

Að lokum þakkaði hún starfsfólki Rose Funerals

„Þau voru einstök allan þennan harmræna dag. Við hefðum ekki komist í gegnum hann án þeirra. Þau sýndu þolinmæði, umhyggju og lifðu með okkur gegnum hvert einasta augnablik, allt á meðan þau reyndu að bjarga pabba, þó þau væru sjálf í áfalli.“

Mirror fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Tryggið öryggi Frelsisflotans
Skoðun

Félagið Ísland - Palestína

Tryggið öryggi Frelsisflotans

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna

Blóðug líkamsárás nærri fjölbýli
Innlent

Blóðug líkamsárás nærri fjölbýli

Lögreglan lýsir eftir Aylin
Innlent

Lögreglan lýsir eftir Aylin

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”
Skoðun

Steinunn Árnadóttir

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

MAST tekur fé bónda á Úthéraði
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína
Innlent

Óskar dæmdur fyrir að lemja kærustu sína

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“
Heimur

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“

Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa áhyggjur af fjölgun andláta í sjó og sundlaugum
Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum
Heimur

Ben-Gvir stoltur af illri meðferð á aðgerðasinnunum

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“
Heimur

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað
Heimur

Þýskaland hótar að draga sig úr Eurovision ef Ísrael verður útilokað

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene
Heimur

Karlmaður þungt haldinn eftir alvarlegt slys á Tene

Greta er laus úr haldi Ísraela
Heimur

Greta er laus úr haldi Ísraela

Loka auglýsingu