1
Peningar

Gísli Marteinn og félagar tapa peningum

2
Fólk

Selja dekurhús ömmu og afa

3
Innlent

Alma vill kaupa sérhæfðan sjúkrabíl

4
Innlent

Akureyringur dæmdur fyrir furðulega vopnaeign

5
Innlent

Fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun

6
Innlent

Margrét Löf fór inn bakdyramegin í héraðsdóm

7
Innlent

Fékk glerbrot í hrásalatinu

8
Heimur

Trump kallaði fréttakonu svín

9
Innlent

Bryndís tekur við embætti Hauks

10
Kynning

„Eins einmanalegt og maður leyfir því að vera“

Til baka

Ólafur Ágúst Hraundal

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna

Ólafur Ágúst Hraundal
Ólafur Ágúst Hraundal

Það er sorglegt að verða vitni af kerfisbundinni misnotkun. Í mörg ár hefur það viðgengist að fangar sinni hlutverki heilbrigðisstarfsmanna það hafa þeir gert án stuðnings, menntunar eða þjálfunar og hvað þá að þeir hafi fengið þá þjónustu sem þeir þurfa sjálfir. Þeir eru settir í það ábyrgðar hlutverk að sjá um samfanga sína sem glíma við heilabilanir, andleg veikindi eða eru einfaldlega ekki færir um að halda hreinu í kringum sig. 

Kerfið er farið að henda ábyrgðinni á fanga vegna fjárskorts og úrræðaleysis innan fangelsis kerfisins. Er þetta nýja normið, að fangar sinni verkefnum sem eiga að vera í höndum fagfólks? 

Hver er ábyrgð stjórnvalda?

Þarna er verið að færa ábyrgð úr opinberri þjónustu yfir á herðar einstaklinga sem hafa hvorki menntun né faglega þekkingu til að sinna því hlutverki. Að fangar séu notaðir sem ódýrt vinnuafl til að stoppa í göt á handónýtu kerfi, er ekkert annað en ofbeldi og vanræksla af verstu sort

Veikir einstaklingar eru ekki „verkefni“

Það er röng þróun þegar veikir fangar verða ekki lengur einstaklingar með lágmarks mannréttindi, heldur „verkefni“ sem öðrum föngum er falið að sinna. Þarna er samfélagið að bregðast ábyrgð.

Fangelsi er og á ekki að vera staður fyrir veika einstaklinga. Þeir eiga að fá viðeigandi meðferð á viðeigandi stofnun þar sem þeir geta sótt þá þjónustu sem þeim ber.

Hvernig getum við tryggt þeim sem ekki geta borið hönd yfir höfuð sér að þeir njóta mannvirðingar?

Ábyrgð á ekki að hvíla á herðum fanga

Það að fangar séu settir í það hlutverk að hugsa um heilabilaða og alvarlega veika samfanga sína án þess að hafa hlotið menntun eða þjálfun til að sinna heilabiluðum eða sjúklingum annarra raskana. Fangar eru einstaklingar sem eiga í fullu fangi með sjálfa sig, bara það að axla ábyrgð, takast á við eigin fortíð og raskanir. Að það sé verið að henda ábyrgð yfir á fanga, þar sem fagfólk treystir sér ekki til að sinna þeim vegna álags og ótta. 

Það er í sjálfu sér ekkert að því að föngum sé boðið að taka þátt í slíkum verkefnum, ef þeir hafa fengið þjálfun. Slík verkefni geta verið hluti af endurhæfingu sem hvati að jákvæðri hegðun. Að þeir séu metnir að verðleikum, að það sé eitthvað til að vinna að, „umbun“.

Að það sé ekki bara horft á þá sem ódýra skíta reddingu í kerfi sem glímir við manneklu og skort á sérhæfðum úrræðum.

Ólafur Ágúst Hraundal

Höfundur er lífskúnstner

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar
Myndband
Sport

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar

Í athugasemdum segist fólk hafa fengið gæsahúð við áhorfið
Einn færasti tónlistarmaður Íslands kominn í starf hjá Þjóðkirkjunni
Innlent

Einn færasti tónlistarmaður Íslands kominn í starf hjá Þjóðkirkjunni

Margrét Löf fór inn bakdyramegin í héraðsdóm
Innlent

Margrét Löf fór inn bakdyramegin í héraðsdóm

Trump kallaði fréttakonu svín
Myndband
Heimur

Trump kallaði fréttakonu svín

Alma vill kaupa sérhæfðan sjúkrabíl
Innlent

Alma vill kaupa sérhæfðan sjúkrabíl

Akureyringur dæmdur fyrir furðulega vopnaeign
Innlent

Akureyringur dæmdur fyrir furðulega vopnaeign

„Auðvitað fer maður að hugsa það versta“
Fólk

„Auðvitað fer maður að hugsa það versta“

„Eins einmanalegt og maður leyfir því að vera“
Viðtal
Kynning

„Eins einmanalegt og maður leyfir því að vera“

Selja dekurhús ömmu og afa
Myndir
Fólk

Selja dekurhús ömmu og afa

Gísli Marteinn og félagar tapa peningum
Peningar

Gísli Marteinn og félagar tapa peningum

Bryndís tekur við embætti Hauks
Innlent

Bryndís tekur við embætti Hauks

Fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun
Innlent

Fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun

Fékk glerbrot í hrásalatinu
Innlent

Fékk glerbrot í hrásalatinu

Skoðun

Hvað er til bragðs að taka?
Skoðun

Margrét Kristín Blöndal

Hvað er til bragðs að taka?

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Tryggið öryggi Frelsisflotans
Skoðun

Félagið Ísland - Palestína

Tryggið öryggi Frelsisflotans

Loka auglýsingu