
Í dagbók lögreglu frá því í nótt er frá því að lögreglan hafi fengið tilkynningu um líkamsárás í Árbænum. Samkvæmt lögreglu slasaðist manneskjan sem ráðist var á lítillega en ekki er vitað fyrir árásarmaðurinn er. Þá var einnig tilkynnt um umferðarslys í Árbænum en sem betur fer var aðeins um minni háttar meiðsli að ræða hjá þeim sem lentu í slysinu.
Einn maður í annarlegu ástandi var handtekinn í miðbænum fyrir þjófnað og eignarspjöll. Ökumaður var stöðvaður í akstri í Laugardalnum vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir í miðbænum vegna tilraunar til innbrots.
Lögrelgna fékk einnig tilkynningu um þjófnað í verslun í Hafnarfirði og minni háttar umferðarslys í Kópavogi.
Komment