
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fundaði með sænskum yfirvöldum í opinberri heimsókn sem hún fór í til Svíþjóðar daganna 6. til 8. maí.
Sameiginlegar áskoranir, meðal annars á norðurslóðum, málefni Úkraínu, viðskipti og varnar- og öryggismál voru efst á baugi funda samkvæmt stjórnarráðinu. Utanríkisráðherrann hitti meðal annars Pål Jonsson varnarmálaráðherra og Carl-Oskar Bohlin ráðherra borgaralegra varna í Svíþjóð.
„Svíþjóð er náin frændþjóð okkar Íslendinga, sem er okkur afar kær. Við deilum sömu norrænu gildunum, þá sérstaklega er kemur að mannréttindum og mannúð, sem eiga erindi á alþjóðavettvangi nú sem aldrei fyrr, á þessum viðsjárverðu tímum sem við lifum,“ sagði Þorgerður Katrín. „Þá deilum við hagsmunum á norðurslóðum, eigum í virku og öflugu varnarsamstarfi sem viðbúið er að aukist enn frekar, eigum gott samstarf á sviði menntunar og vísinda og þá fara viðskipti milli ríkjanna ört vaxandi en Svíþjóð er meðal stærri viðskiptalanda Íslands innan Evrópusambandsins.“
Komment