1
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

2
Innlent

Margrét hefur fengið nóg af andstyggilegum lygum og áróðri

3
Menning

Addison Rae í Breiðholti

4
Menning

Sigurlíkur VÆB aukast

5
Heimur

Plötufyrirtæki hyggst birta nektarmyndir af látinni söngkonu

6
Heimur

Jesús-rúta sprakk í Bandaríkjunum

7
Menning

Kókómjólkin hans Króla

8
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

9
Skoðun

Lögin eru fyrir hina - Að vera þingmaður: 2. kafli

10
Peningar

Hagnst um 70% meira

Til baka

Fylleríslæti og stympingar í miðbæ Reykjavíkur

Aðili undir áhrifum spýtti á lögreglumann.

Reykjavík. Miðborgin. Bankastræti.
MiðborginNokkuð var ekið undir áhrifum í miðborginni í nótt.
Mynd: Shutterstock

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast frá klukkan 17:00 til 05:00 í gær en alls voru 107 mál bókuð í kerfum hennar og fjórir gista fangaklefa, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Hér eru nokkur dæmi.

Lögreglan var með skipulagt eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri en 200 ökumenn voru látnir blása. Reyndist aðeins einn undir mörkum en honum var gert að hætta akstri.

Talsverður erill var í miðbæ Reykjavíkur vegna fyllerísláta, stympinga og pústra á milli manna. Til að mynda var lögregla kölluð til vegna óláta og ofbeldistilburða. Þegar lögreglan kom á vettvang hafði einn aðili sig í frammi og hrækti framan í lögreglumann. Var hann færður í lögreglutök og handtekinn vegna óspekta og ofbeldis gegn valdstjórninni og látinn gista fangageymslu.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í miðbænum, grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur vegna vörslu á slíkum efnum. Þá var krá í miðbænum lokað vegna skorts á rekstrarleyfi. 

Í Hafnarfirði og Garðabæ voru skráningarmerki fjarlægð af 17 bílum, ýmist vegna skorts á tryggingum eða trássi á aðal- og/eða endurskoðun. Lögreglan sem sinnir þessum bæjum var einnig kölluð til vegna umferðaslyss en lítilsháttar slys varð á fólki en ökutækin óökufær. Sama lögregla var einnig kölluð út vegna umferðasllyss þar sem bíll hafði oltið og endað á þakinu.

Lögreglan sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, var kölluð til aðstoðar við leigubílstjóra vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir farið en málið var afgreitt á vettvangi. Þá voru tveir ökumenn handteknir grunaðir um ölvunarakstur og voru fluttir á lögreglustöð í hefðbundið ferli. Að lokum var lögreglan sem annast þessi svæði kölluð til vegna umferðaslyss, þar sem bifreið hafði endað utan vegar en engin slys urðu á fólki.


Komment


Anna Sigrún Ásgeirsdóttir leitar að rafmagnshlaupahjóli
Ný frétt
Innlent

Eltir uppi síbrotafólk eftir að hlaupahjóli dótturinnar var stolið

Donald Trump fiskveiðar
Heimur

Trump leyfir fiskveiðar á verndarsvæði

Nikki Loffredo myrt
Heimur

Hafnaði viðreynslu og var myrt af „pirruðum“ manni

Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Landið

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Addison Rae
Myndband
Menning

Addison Rae í Breiðholti

Tolli
Innlent

Tolli segist alltaf tilbúinn að fara í leiðangur