1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Menning

Dóra hjólar í Ríkisútvarpið

3
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

4
Innlent

Kona tekin með kók á Keflavíkurflugvelli

5
Fólk

LEGO-hús til sölu í Seljahverfi

6
Heimur

TikTok-stjarna líflátin opinberlega

7
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

8
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

9
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

10
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Til baka

Fyrirmyndir Skjaldar Íslands

Öryggisgæsluhópar hafa áður starfað á Íslandi sem vildu vernda Íslendinga frá útlendingum. „Umræða á jaðrinum sem þótti áður algjör skandall kominn í meginstrauminn,“ segir stjórnmálafræðingur.

Skjöldur Íslands
Meðlimir Skjaldar ÍslandsHópurinn tekur öryggisgæslu íslenskra kvenna í sínar hendur
Mynd: Facebook

Hópurinn Skjöldur Íslands vakti athygli um helgina eftir að félagar hópsins gengu saman í samstæðum og merktum peysum í miðborg Reykjavíkur undir þeim formerkjum að þeir vildu vernda Íslendinga.

Meðlimir hópsins segjast vilja vernda íbúa Íslands frá innflytjendum með öryggisgæslu svo sem „foreldraröltum“.

Þetta er ekki fyrsti hópurinn af þessum toga en þeir tíðkast víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Á Íslandi var svipaður hópur stofnaður árið 2016 en var þá alfarið undir nafnleynd.

Hermenn Óðins

Félagsskapur að nafni Hermenn Óðins var starfandi á Íslandi árin 2016-2017. Sú hreyfing var íslenskur angi af finnskri hreyfingu sem var stofnuð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Evrópu árið 2015. Hermenn Óðins höfðu það að sérstöku markmiði að vernda íbúa frá múslimum og héldu öryggisgæslugöngur líkt og Skjöldur Íslands gerir nú. Víða um Norðurlöndin spruttu upp svæðisbundnir hópar af Hermönnum Óðins og jafnvel í Norður-Ameríku. Helsti munurinn á Skildi Íslands í dag og Hermönnum Óðins á Íslandi er að árið 2016 þorðu meðlimir ekki að koma undir nafni en í dag veifa meðlimir Skjaldar Íslands því óspart á samfélagsmiðlum að þeir séu hluti af hópnum og aðrir notendur hvetja þá áfram í athugasemdum.

„Það er áhyggjuefni að umræða á jaðrinum sem þótti áður algjör skandall sé kominn í meginstrauminn og þá verða hlutir hættulegri, ef kynþáttahatur er normalíserað,“ lýsir Íris Björk Ágústsdóttir stjórnmálafræðingur í viðtali við Mannlíf. Hún skrifaði lokaritgerðina sína um afmennskandi orðræðu um útlendinga undir leiðsögn frá Silju Báru Ómarsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og nú nýs rektors Háskóla Íslands. Í ritgerðinni tók hún fyrir orðræðu öfga-hægri flokka í þremur Evrópulöndum og þar komu Hermenn Óðins í Svíþjóð við sögu. Í samtali við Mannlíf sagði hún að það kæmi henni ekkert gríðarlega á óvart að slíkir hópar væru aftur komnir til Íslands miðað við þróunina erlendis.

Bjargvættarþörf

„Þegar að myndast ótti í samfélaginu þá eru ákveðnir menn sem líta á það sem sitt hlutverk að vera verndarar þjóðarinnar. Þeir tala mikið um til dæmis konur og börn, það er alltaf verið að vernda konur og börn af því að það er litið á þau sem „passíva“ hópa og útlensku mennirnir eru „aggresors“,“ segir Íris í samtalinu við Mannlíf. „Þetta eru eiginlega alltaf hvítir karlmenn, rosalega margir þeirra á sakaskrá. Þetta er þjóðernishyggja falin sem verndarhyggja.“

skjoldur-breivik
Merki Skjaldar Íslands og merkið á stefnuyfirlýsingu Breiviks

Merkið sem Skjöldur Íslands notar er rauður riddarakross, merki kristinna krossfara frá 12. öld sem vernduðu Jerúsalem og drápu múslima. Þessi sami kross var notaður af norska hryðjuverkamanninum Breikvik í stefnuyfirlýsingu sinni árið 2011. Í dag, 22. júlí, eru 14 ár síðan að Breikvik myrti 77 manns. Hann notaði krossinn til að upphefja hetjudýrkun á fólki sem hafði drepið múslima í nafni kristinna gilda. Skjöldur Íslands fetar því í vafasöm spor með notkun riddarakossins.

Verndarar kvenna?

Markmið hópsins hefur verið mikið í umræðu á samfélagsmiðlum. Einn meðlima hópsins, Einn meðlimanna, Gylfi Jóns, vísaði til þess að um væri að ræða baráttu gegn nauðgunum.„Við þurfum að hafa hátt ! Hátt fyrir margar af þeim stúlkum sem hefur verið nauðgað, en þora ekki að segja frá. Við viljum þetta allt upp á yfirborðið því við ætlum að hafa hátt - mjög hátt!“ sagði hann í Facebook-færslu. Þá segir hann hópinn hafa fengið tilkynningar frá „fórnarlömbum nauðgaunar sem m.a. þora ekki að segja frá“. „Dæmi er um konur sem neyðast til að taka strætó til að komast á milli staða sem hafa verið slegnar upp úr þurru og kallaðar t.d. uppnefndar sem feitar tussur!“

Margar konur furða sig á hvar þessi metnaður hafi verið öll þessi ár í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi.

„Hvar voru þessir hópar öll þessi ár sem við höfum verið áreittar af Íslendingum en enginn trúði eða hlustaði eða bara var skítsama,“ skrifaði Anita Da Silva Bjarnadóttir í umræðuþræði í Facebook-hópnum BeautyTips.

„Ætla þessir menn að vera „judge and jury“ um hvað þeir telja vera ofbeldi gegn konum. Hvað gera þeir þegar þeir sjá það? Hvað ef þeir sjá Gunna sem þeir vinna með vera gera eitthvað? Munu þeir virkilega verja konur jafn hvort sem það er útlendingur eða íslendingur. Eða alla útlendinga, eða sleppa þeir hvítu en bara ráðist gegn brúnum augljóslega útlendingunum,“ skrifaði Veiga Gríms í öðrum umræðuþræði í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu.

Helstu ógnir hér á landi vegna hryðjuverka tengjast ofbeldisfullum hægri öfgahópum, samkvæmt hættumatsskýrslu ríkislögreglustjóra sem var gefin út fyrr á árinu. Helstu skotmörk árása eru meðal annars einstaklingar sem tengjast minnihlutahópum vegna kynferðis, kynhneigðar, uppruna eða trú.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Eiginmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi
Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta
Myndband
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Stjörnulögfræðingur vill flytja
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð
Heimur

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð

Féll niður brekku á Kanarí og lést
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Eiginmaðurinn játaði brot sitt fyrir dómi
Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Boða nýjung í málefnum ungmenna
Innlent

Boða nýjung í málefnum ungmenna

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

Loka auglýsingu