
Sunna Kristín Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stefnumála og samskipta hjá atvinnuvegaráðuneytinu til sex mánaða en greint er frá þessu í
Sunna hefur starfað í yfir áratug við fjölmiðla, almannatengsl og samskipta- og kynningarmál. Hún kemur til ráðuneytisins frá Háskólanum í Reykjavík þar sem hún hefur undanfarin tvö ár starfað sem verkefnastjóri samskipta og miðlunar, og aðallega sinnt verkefnum fyrir rektor HR.
Sunna starfaði áður í sjö ár sem blaðamaður og staðgengill fréttastjóra á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Athygli vekur að ekki er minnst á störf hennar sem fyrrverandi kosningastjóri Viðreisnar en hún var ráðin í það starf árið 2021.
Sunna er með BA-próf í spænsku frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í suður-amerískum stjórnmálum frá University College London. Hún mun hefja störf í atvinnuvegaráðuneytinu á næstu vikum.
Komment