
Þingmaðurinn fyrrverandi Margrét Tryggvadóttir telur að Morgunblaðið sé að kynda undir útlendingahatri vegna greinar sem birtist í blaðinu í dag en hún fjallar um ofbeldi gegn lögreglu. „Allt ofbeldi er grafalvarlegt og ofbeldi gegn lögreglunni ólíðandi,“ skrifar þingmaðurinn fyrrverandi.
„Ágætt hjá Mogganum að fjalla um það en óþolandi að blaðið noti tækifærið til að kynda undir útlendingahatri og tiltaka hlutfall útlendinga sem brjóta gegn lögreglu - en tiltaka ekki að það hlutfall er LÆGRA en hlutfall útlendinga sem búsettir eru hér,“ en 20% þeirra sem búa á Íslandi eru með erlent ríkisfang samkvæmt Þjóðskrá.
Segir Margrét að það þýði að hlutfallslega fleiri Íslendingar en útlendingar beiti lögreglufólk ofbeldi en að Morgunblaðinu þyki það ekki fréttnæmt.
„Þá verður eiginlega að gera ráð fyrir að einhverjir erlendu brotamannanna séu ferðamenn enda tvær milljónir sem koma hingað árlega. Þá koma Íslendingarnir enn verr út úr samanburðinum,“ skrifar hún að lokum

Komment