
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaðurHefur verið tíður gesstur á skjám landsmanna árum saman.
Mynd: RÚV/Skjáskot
Þriggja milljóna króna tap var í fyrra hjá Kaffihús Vesturbæjar en árið áður hafði verið hagnaður upp á 1,6 milljónir en Viðskiptablaðið greinir frá þessu.
Ferdinand ehf. er stærsti eigandi Kaffi Vest, eins og margir kalla kaffihúsið, en félagið á 50% hlut í fyrirtækinu. Eigendur þess eru Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsstjarna, Pétur Marteinsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Einar Ólafsson, fyrrum forstjóri Play, og er sá síðastnefndi stærsti eigandinn.
Eignir félagsins námu 34,9 milljónum króna og eigið fé var um 6,4 milljónir.
Kaffihús Vesturbæjar opnaði árið 2014 og er án efa eitt þekktasta veitingahús bæjarins og með vinsælli kennileitum Vesturbæjar.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment