
Ekki eru allir jafn sáttir við Kvennaverkfallið sem haldið verður á föstudaginn næstkomandi og er alþjóðastjórnmálafræðingurinn Glúmur Baldvinsson einn af þeim en hann telur það óþarft.
„Yfirvofandi verkfall kvenna í landi þar sem kona er forsætisráðherra, forseti, biskup og lögreglustjóri er vissulega áhyggjuefni,“ skrifar Glúmur um málið á samfélagsmiðlum. „Verra en verkfall flugumferðarstjóra og innrás moskítóflugna. En þá fyrst keyrir úr hófi þegar kvár ætla einnig að láta að sér kveða og boða verkstopp. Þá fyrst er tólfunum kastað og þá fyrst hriktir í stoðum íslensks samfélags. Og þá fyrst er fokið í flest skjól,“ heldur hann áfram.
„Ég er orðinn afar þreyttur á þessu kjaftæði í landi sem mælist trekk í trekk og ár eftir ár hæst í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna,“ skrifar Glúmur svo í athugasemdum.
Að verkfalli kvenna standa fjölmörg samtök femínista, kvenna, launafólks, fatlaðs fólks og hinsegin fólks
- Aflið
- Alþýðusamband Íslands
- Bandalag kvenna í Reykjavík
- BHM – Bandalag háskólamanna
- Bjarkarhlíð
- Bjarmahlíð
- BPW Reykjavík
- BSRB
- Druslugangan
- Femínísk fjármál
- Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
- Félag kvenna í nýsköpun
- Félag kynjafræðikennara
- Félag prestvígðra kvenna
- Félag um Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi
- FKA // Félag kvenna í atvinnulífinu
- Femínistafélag NFVÍ
- Grapíka Islandica
- Hagsmunasamtök brotaþola
- Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna
- Icefemin
- Íslandsdeild Norrænna kvenna í sáttamiðlun
- Kennarasamband Íslands
- KÍO // Konur í orkumálum
- Kítón – konur í tónlist
- Knúz.is
- Konur í lögmennsku
- Konur í orkumálum
- Kvenfélagasamband Íslands
- Kvennasögusafn Íslands
- Kvenréttindafélag Íslands
- Kvennaráðgjöfin
- Kynjafræði við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
- Læknafélag Íslands
- Læti! tónlist // Stelpur rokka!
- Líf án ofbeldis
- Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna
- Q – félag hinsegin stúdenta
- RIKK – Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum
- Rótin félagasamtök
- SSF // Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
- Samtök um Kvennaathvarf
- Samtökin ’78
- Skvís // samtök kvenna í vísindum
- Soroptimistasamband Íslands
- Stígamót
- Suðurhlíð // Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis
- Trans Ísland
- UAK // Ungar athafnakonur
- UN Women á Íslandi
- Vertonet – félag kvenna og kvára í tæknigeiranum
- Vitund – samtök gegn kynbundnu ofbeldi
- WIFT – Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi
- W.O.M.E.N. in Iceland
- WIFT – Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi
- WomenTechIceland
- ÖBÍ

Komment