
Greipur HjaltasonGreipur er með vinsælustu grínustum landsins
Mynd: Guide to Iceland
Uppistandarinn Greipur Hjaltason fer á kostum í nýrri auglýsingu ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland, sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Auglýsingin hefur þegar hlotið á yfir tvær milljónir áhorfa og meira en 45 þúsund manns hafa líkað við hana á Facebook-síðu fyrirtækisins.
Í auglýsingunni beinir Greipur orðum sínum að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hvetur hann á háðskan hátt til að beina áhuga sínum frekar að Íslandi en Grænlandi. Greipur gefur í skyn að yfirlýstur áhugi Trumps á Grænlandi byggist á einföldum misskilningi og að forsetinn sé í raun að rugla saman þessum tveimur löndum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment