Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gærkvöldi er greint frá því að tilkynnt hafi verið um einstakling á skemmtistað í miðbænum sem var með ógnandi tilburði en viðkomandi var með skæri með sér. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Þá fékk lögreglan tilkynningu um grunsamlegar mannaferðir en samkvæmt lögreglu áttu þær sér eðlilega skýringar.
Tilkynnt var um hugsanlega ölvaðan ökumann. Hann fannst og reyndist vera ölvaður. Ökumaðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku.
Þá sinnti lögreglan útkalli þar sem leigusali og leigutaki greindi á. Þá var tilkynnt um nokkrar líkamsárásir og slagsmál og um háværa tónlist í bíl.
Einnig var tilkynnt um einstaklinga sem sváfu í strætó. Lögreglan vakti þá og rak úr strætisvagninum.
Komment