
Halla Gunnarsdóttir er nýkjörin formaður stéttarfélagsins VR en hún hlaut 45,72% atkvæða.
Sigraði hún þar Þorstein Sveinsson, Flosa Eiríksson og Bjarna Sigurðsson. Þorsteinn var sá sem komst næst Höllu en hann fékk 21,36% atkvæða. Ekki var góð kosningaþátttaka en aðeins um 24% félagsmanna tóku þátt í kosningunni. Rúmlega 40 þúsund félagsmenn stéttarfélagsins höfðu atkvæðisrétt.
Einnig var kosið um sæti sjö stjórnarmanna og voru Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Ólafur Reimar Gunnarsson, Andrea Rut Pálsdóttir, Karl F. Thorarensen, Jennifer Schröder, Styrmir Jökull Einarsson og Selma Björk Grétarsdóttir kjörin í stjórnina.
Halla var varaformaður VR þar til Ragnar Þór Ingólfsson sagði af sér til að taka sæti á Alþingi í desember í fyrra. Hún tók tímabundið við formennsku í framhaldinu og hefur hún nú verið kjörin af félagsmönnum.
Komment