
Harry Potter-stjarnan Jessie Cave er heldur betur að skipta um gír en hún hefur tekið þá ákvörðun að skrá sig á OnlyFans og ætlar þar að selja aðdáendum sínum aðgang að myndefni sem hún býr til. Alls lék hún í þremur Harry Potter-myndum og fór hún með hlutverk Lavander Brown
Efnið er þó ekki klámfengið eins og meirihluti myndbanda og mynda á OnlyFans en leikkonan ætlar að selja myndbönd og myndir sem snúast um hár fyrir fólk sem er með blæti fyrir mismunandi hárgreiðslum og fleira í þeim dúr. Þá segir hún einnig að hún muni einbeita sér að „hárhljóðum“ og að blæti þurfi ekki í öllum tilfellum að vera kynferðisleg.
Ástæða þess að hún hefur tekið þessa ákvörðun er til að borga skuldir og gera upp húsið sitt.
Cave hefur átt góðu gengi að fagna í leiklistarheiminum síðan hún sló í gegn í Harry Potter en hún hefur meðal annars leikið í Black Mirror þáttunum vinsælu auk þess að leika aðalhlutverk í þáttunum Trolled og Buffering.
Komment