1
Fólk

Þórgnýr þurfti að ígrunda sambandið við kærustuna vegna svefnvenja hennar

2
Innlent

„Hann talar alltaf um sjálfan sig í þriðju persónu“

3
Landið

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins

4
Pólitík

„Mér heyrist þetta miklu fremur hljóma eins og beinlínis hótun“

5
Innlent

Óljóst hvort stjórnarformaður RÚV hafi orðið fyrir þrýstingi vegna Eurovision

6
Innlent

„Við deilum ekki sviði með þjóðarmorðingjum“

7
Heimur

Menntskælingur ákærður fyrir að kveikja í heimilislausum manni

8
Innlent

Banaslys í Mosfellsbæ

9
Innlent

Íslendingur kýldi tollvörð og reyndi að bíta hann

10
Fólk

Gufueinbýli í hjarta miðborgarinnar til sölu

Til baka

Helga Vala gagnrýnir málþóf um kílómetragjald

„Augljóst er að þetta er hóllinn sem stjórnarandstaðan virðist ætla að deyja á fyrir næsta þinghlé um jólin“

Helga Vala Helgadóttir
Helga Vala HelgadóttirHelga Vala gefur stjórnarandstöðunni ráð
Mynd: Heimildin/Heiða Helgadóttir

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir harðlega langar umræður á Alþingi um kílómetragjaldið í færslu sem hún birti á Facebook í morgun. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa valið sér hól til að deyja á rétt fyrir jólahlé og varar þingmenn við því að almenningur fylgist lítið sem ekkert með umræðunum.

Helga Vala tekur fram að hún vilji ekki gera lítið úr störfum þingmanna, en eftir samtal við fyrrverandi kollega hafi hún „ekki getað staðist mátið.“ Hún vísar til þess að þingið hafi eytt „9 klukkustundum“ í umræður um kílómetragjaldið í gær og að það hafi verið „17 á mælendaskrá þegar þingfundi lauk.“ Bætti hún við: „Augljóst er að þetta er hóllinn sem stjórnarandstaðan virðist ætla að deyja á fyrir næsta þinghlé um jólin.“

„Til ykkar sem eruð á mælendaskrá vil ég segja: ég er voða hrædd um að almenningur sé hættur að hlusta,“ skrifar hún og bendir á að tímabilið fyrir jól sé óheppilegur vettvangur fyrir löng þingátök. „Núna eru það tónleikar, smákökugerð, kyrrðarstund með fjölskyldu og jólahlaðborð sem eiga hug almennings en ekki stælar í þinghúsinu.“

Hún rifjar upp að þegar hún sjálf starfaði á Alþingi hafi henni oft fundist að almenningur fylgdist grannt með, en svo reyndist sjaldnast vera: „Svo mættum við í smákökur eða á jólaskemmtun og ég spurð hvort ég væri ekki komin í jólafrí ... Það var á þeirri stundu sem maður áttaði sig á því að þingið er stundum eins og í vacumpakkningu. Það vantar súrefni.“

Helga Vala gagnrýnir einnig að sumir þingmenn taki þátt í málþófi um kílómetragjaldið þrátt fyrir að hafa stutt það í síðustu ríkisstjórn. Að lokum tekur hún undir orð eiginmanns síns, Gríms Atlasonar, og spyr hvers vegna ekki sé rætt jafn af krafti um brýnni málefni.

„Þegar þingmenn hrúgast í málþóf um kílómetragjaldið, sem hluti þeirra studdi í síðustu ríkisstjórn, þá get ég ekki annað en tekið undir með Grími sem spyr hvar er málþófið um börnin sem fá ekki nauðsynlega heilbrigðis/velferðarþjónustu á Íslandi?“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ákærður fyrir að hafa brotið bein sambýliskonu sinnar
Innlent

Ákærður fyrir að hafa brotið bein sambýliskonu sinnar

Sambýlisfólkið er á sextugsaldri
Þórir Þorsteinsson er fallinn frá
Minning

Þórir Þorsteinsson er fallinn frá

Tveir ákærðir fyrir að stela rándýrum verkfærum
Innlent

Tveir ákærðir fyrir að stela rándýrum verkfærum

„Ég ætla að drepa þig tík“
Innlent

„Ég ætla að drepa þig tík“

Óljóst hvort stjórnarformaður RÚV hafi orðið fyrir þrýstingi vegna Eurovision
Innlent

Óljóst hvort stjórnarformaður RÚV hafi orðið fyrir þrýstingi vegna Eurovision

Amma Hauks í lykilhlutverki í nýju myndbandi
Myndband
Menning

Amma Hauks í lykilhlutverki í nýju myndbandi

Þriggja ára stúlka skotin til bana á Gaza
Heimur

Þriggja ára stúlka skotin til bana á Gaza

Íslendingur kýldi tollvörð og reyndi að bíta hann
Innlent

Íslendingur kýldi tollvörð og reyndi að bíta hann

„Við deilum ekki sviði með þjóðarmorðingjum“
Innlent

„Við deilum ekki sviði með þjóðarmorðingjum“

Menntskælingur ákærður fyrir að kveikja í heimilislausum manni
Heimur

Menntskælingur ákærður fyrir að kveikja í heimilislausum manni

„Hann talar alltaf um sjálfan sig í þriðju persónu“
Innlent

„Hann talar alltaf um sjálfan sig í þriðju persónu“

Ráðherra fer í hjartaaðgerð
Pólitík

Ráðherra fer í hjartaaðgerð

Pólitík

Helga Vala gagnrýnir málþóf um kílómetragjald
Pólitík

Helga Vala gagnrýnir málþóf um kílómetragjald

„Augljóst er að þetta er hóllinn sem stjórnarandstaðan virðist ætla að deyja á fyrir næsta þinghlé um jólin“
Menntamálaráðherra verður á sjúkrahúsi næstu daga
Pólitík

Menntamálaráðherra verður á sjúkrahúsi næstu daga

Ráðherra fer í hjartaaðgerð
Pólitík

Ráðherra fer í hjartaaðgerð

„Mér heyrist þetta miklu fremur hljóma eins og beinlínis hótun“
Pólitík

„Mér heyrist þetta miklu fremur hljóma eins og beinlínis hótun“

Inga ætlar að reyna hjálpa fyrstu kaupendum
Pólitík

Inga ætlar að reyna hjálpa fyrstu kaupendum

Segir Samfylkingarfólk hvatt til að níða skóinn af skólameistara
Pólitík

Segir Samfylkingarfólk hvatt til að níða skóinn af skólameistara

Loka auglýsingu